Audi fjölgar sýningarsölum með sýndarveruleika Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2013 15:46 Þar virða kaupendur fyrir sér útlit draumabílsins á risaskjá og breyta honum að vild. Hvað gera bílaframleiðendur sem ekki hafa pláss fyrir breiða vörulínu sína í dýru húsnæði stærstu borganna? Þeir setja upp sýningarsali með sýndarveruleika á fáum fermetrum. Þar geta áhugasamir kaupendur skoðað draumabíl sinn og valið allar hugsanlegar útfærslur bíla sinna. Þeir geta fengið að sjá nákvæmt útlit þeirra á risavöxnum skjám og breytt þeim eftir geðþótta. Audi hefur áætlanir um uppsetningu 20 slíkra sala viðsvegar um heiminn og hefur tekið tvo þeirra í notkun nú þegar, þann fyrsta í London og fyrir stuttu opnaði annar í Peking. Í fyrra tók BMW slíkan sal í notkun í París og þar á bæ verður brátt tilkynnt um opnum fleirri slíkra. Mercedes Benz hefur opnað einn svona sal í Mílanó. Þessi aðferð sparar fyrirtækjunum mikið fé og er líklega framtíðin í kynningu og sölu þeirra á bílum. Engu að síður kostaði salur BMW í París 11 milljónir Evra, en í honum getur fólk virt fyrir sér bíla BMW í þrívídd á samtals 94 fermetra flötum. Forsvarsmenn Audi segja að sala bíla þeirra í þeirra fyrstu tveimur sölum hafi farið framúr þeirra björtustu vonum og því er eðlilegt að til standi að fjölga þeim ört á næstunni. BMW segir að starfsfólkið í þessum sölum séu ungt og mjög tæknilega hæft, með mikla tölvuþekkingu. Starfsfólkið stjórnar sýndarveruleikabúnaðinum með iPad tölvur í hönd. Cadillac og Lexus ætla að fara sömu brautir og eru komin í startholurnar með opnum samskonar sýningarsala. Næstu borgirnar sem Audi ætla að opna slíka sali í eru Berlín, Shanghai, París, Róm, Moskva og New York. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent
Þar virða kaupendur fyrir sér útlit draumabílsins á risaskjá og breyta honum að vild. Hvað gera bílaframleiðendur sem ekki hafa pláss fyrir breiða vörulínu sína í dýru húsnæði stærstu borganna? Þeir setja upp sýningarsali með sýndarveruleika á fáum fermetrum. Þar geta áhugasamir kaupendur skoðað draumabíl sinn og valið allar hugsanlegar útfærslur bíla sinna. Þeir geta fengið að sjá nákvæmt útlit þeirra á risavöxnum skjám og breytt þeim eftir geðþótta. Audi hefur áætlanir um uppsetningu 20 slíkra sala viðsvegar um heiminn og hefur tekið tvo þeirra í notkun nú þegar, þann fyrsta í London og fyrir stuttu opnaði annar í Peking. Í fyrra tók BMW slíkan sal í notkun í París og þar á bæ verður brátt tilkynnt um opnum fleirri slíkra. Mercedes Benz hefur opnað einn svona sal í Mílanó. Þessi aðferð sparar fyrirtækjunum mikið fé og er líklega framtíðin í kynningu og sölu þeirra á bílum. Engu að síður kostaði salur BMW í París 11 milljónir Evra, en í honum getur fólk virt fyrir sér bíla BMW í þrívídd á samtals 94 fermetra flötum. Forsvarsmenn Audi segja að sala bíla þeirra í þeirra fyrstu tveimur sölum hafi farið framúr þeirra björtustu vonum og því er eðlilegt að til standi að fjölga þeim ört á næstunni. BMW segir að starfsfólkið í þessum sölum séu ungt og mjög tæknilega hæft, með mikla tölvuþekkingu. Starfsfólkið stjórnar sýndarveruleikabúnaðinum með iPad tölvur í hönd. Cadillac og Lexus ætla að fara sömu brautir og eru komin í startholurnar með opnum samskonar sýningarsala. Næstu borgirnar sem Audi ætla að opna slíka sali í eru Berlín, Shanghai, París, Róm, Moskva og New York.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent