Top Gear móðgar enn einn hópinn Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2013 11:00 Birti mynd af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir og móðgaði með því PETA. Listinn yfir fólk, samtök og heilu þjóðirnar sem Jeremy Clarkson úr Top Gear hefur móðgað í þáttunum gegnum tíðina virðist endalaus. Á honum eru Mexíkó, kristnir, Múslimar, ríkisstjórn Rúmeníu, umhverfissinnar, konur, Pólland, Skotland, skátar, Kaþólikkar, Tesla, Englendingar, fjölskylduráðgjafar, stéttarfélög, Indverjar, Walesverjar, fatlaðir, krabbameinssjúkir, blökkumenn, bandaríska þjóðin og tölvuhakkarar. En nú hefur Clarkson bætt einum samtökum á þennan lista, þ.e. PETA dýraverndunarsamtökunum, sem eru reyndar nokkuð auðmóðguð. Samtökin hafa fordæmt mynd sem Clarkson setti á Twitter af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir við þáttagerð Top Gear í Rússlandi. Líklega mun annar hópur fólks einnig vera sármóðgaður yfir annarri mynd sem Clarkson setti á Twitter. Á henni sést borð þakið glösum, öskubakki og logandi sígaretta. Sá hópur sem gæti móðgast yfir þessu er þá væntanlega baráttuhópur fyrir því að borð séu notuð undir mat og að fólk eigi rétt á því að borða og drekka án sígarettureyks. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Birti mynd af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir og móðgaði með því PETA. Listinn yfir fólk, samtök og heilu þjóðirnar sem Jeremy Clarkson úr Top Gear hefur móðgað í þáttunum gegnum tíðina virðist endalaus. Á honum eru Mexíkó, kristnir, Múslimar, ríkisstjórn Rúmeníu, umhverfissinnar, konur, Pólland, Skotland, skátar, Kaþólikkar, Tesla, Englendingar, fjölskylduráðgjafar, stéttarfélög, Indverjar, Walesverjar, fatlaðir, krabbameinssjúkir, blökkumenn, bandaríska þjóðin og tölvuhakkarar. En nú hefur Clarkson bætt einum samtökum á þennan lista, þ.e. PETA dýraverndunarsamtökunum, sem eru reyndar nokkuð auðmóðguð. Samtökin hafa fordæmt mynd sem Clarkson setti á Twitter af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir við þáttagerð Top Gear í Rússlandi. Líklega mun annar hópur fólks einnig vera sármóðgaður yfir annarri mynd sem Clarkson setti á Twitter. Á henni sést borð þakið glösum, öskubakki og logandi sígaretta. Sá hópur sem gæti móðgast yfir þessu er þá væntanlega baráttuhópur fyrir því að borð séu notuð undir mat og að fólk eigi rétt á því að borða og drekka án sígarettureyks.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent