Kanar kaupa lúxusbíla Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2013 11:05 Bandaríkjamenn keyptu 31% fleiri Porsche bíla í febrúar í ár en í fyrra Stóru bandarísku framleiðendurnir allir með aukningu, en Kia, Nissan og Volvo með minnkun. Tölur um sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum í febrúar eru nú þegar komnar í ljós. Þar í landi er bílasala góð og þrátt fyrir að söludagar í fyrra hafi verið fleiri sökum hlaupárs er salan nú 3,7% meiri og alls seldust 1,19 milljón bílar. Athygli vekur að í efstu sætunum hvað aukningu í sölu varðar eru margir lúxusbílaframleiðendur. Bentley var með 43% aukningu, Porsche 31%, Audi 28%, Benz 23%, Cadillac 20% og Land Rover einnig með 20% aukningu í sölu. Annað sem vekur einnig furðu er slæmt gengi Kia sem var með 8% minnkun í sölu, sem og 7% minnkun hjá Nissan, Chrysler og Volvo og 16% hjá Jeep. Stóru bandarísku framleiðendurnir seldu allir meira, Ford með 9% aukningu, GM 7% og Chrysler 4%. Toyota var með 4% aukningu en Honda 2% minnkun. Spáð er áframhaldandi góðri sölu bíla vestanhafs og heildarsölu uppá 15,4 milljón bíla. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Stóru bandarísku framleiðendurnir allir með aukningu, en Kia, Nissan og Volvo með minnkun. Tölur um sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum í febrúar eru nú þegar komnar í ljós. Þar í landi er bílasala góð og þrátt fyrir að söludagar í fyrra hafi verið fleiri sökum hlaupárs er salan nú 3,7% meiri og alls seldust 1,19 milljón bílar. Athygli vekur að í efstu sætunum hvað aukningu í sölu varðar eru margir lúxusbílaframleiðendur. Bentley var með 43% aukningu, Porsche 31%, Audi 28%, Benz 23%, Cadillac 20% og Land Rover einnig með 20% aukningu í sölu. Annað sem vekur einnig furðu er slæmt gengi Kia sem var með 8% minnkun í sölu, sem og 7% minnkun hjá Nissan, Chrysler og Volvo og 16% hjá Jeep. Stóru bandarísku framleiðendurnir seldu allir meira, Ford með 9% aukningu, GM 7% og Chrysler 4%. Toyota var með 4% aukningu en Honda 2% minnkun. Spáð er áframhaldandi góðri sölu bíla vestanhafs og heildarsölu uppá 15,4 milljón bíla.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent