Hvernig væri að baka þessa dásamlegu skúffuköku? Ellý Ármanns skrifar 3. mars 2013 12:30 Þórdís Þorleifsdóttir sem er ein af skipuleggjendum Lífstöltsins í ár sem fram fer í reiðhöll hestamannafélags Harðar í Mosfellsbæ næsta laugardag gefur okkur uppskrift af dásamlegri súkkulaðiköku sem er tilvalið að baka á sunnudegi sem þessum. Uppáhalds skúffukaka Þórdísar 4.5 dl. hveiti 4 dl. sykur 175 g brætt smjörlíki eða smjör (eða 50/50) 2 stór egg eða 3 lítil 1/2 tsk. lyftiduft 1 dl. Cadbury´s kakó, eða annað bökunarkakó 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 2 tsk. vanillusykur 1 tsk. vanilludropar 2 dl. ab mjólk, hrein 1 1/2 dl. kalt vatn Bræða smjörlíki við vægan hita. Setja allt hráefnið í skál, svo smjörið í lokin og hræra saman. Gott að sigta kakóið útí. Baka við 150 gr. blástur eða 170 við undir og yfir hita. Bakið í 35 til 40 mín. Fer svolítið eftir ofnum. Passar í gott skúffukökuform. Ef þið viljið setja í heila ofnbökunarskúffu þá er gott að tvöfalda uppskriftina. Krem 150 gr. íslenskt smjör (mjúkt) 150 gr. flórsykur 1 eggjarauða 2 msk. kakó (bökunar) Allt sett saman í hrærivél og hrært til mjúkt og samlagað. Gott að dreifa grófu kókosmjöli yfir.Hér má lesa meira um Lífstöltið sem er til styrktar LÍFI styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans. Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Þórdís Þorleifsdóttir sem er ein af skipuleggjendum Lífstöltsins í ár sem fram fer í reiðhöll hestamannafélags Harðar í Mosfellsbæ næsta laugardag gefur okkur uppskrift af dásamlegri súkkulaðiköku sem er tilvalið að baka á sunnudegi sem þessum. Uppáhalds skúffukaka Þórdísar 4.5 dl. hveiti 4 dl. sykur 175 g brætt smjörlíki eða smjör (eða 50/50) 2 stór egg eða 3 lítil 1/2 tsk. lyftiduft 1 dl. Cadbury´s kakó, eða annað bökunarkakó 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 2 tsk. vanillusykur 1 tsk. vanilludropar 2 dl. ab mjólk, hrein 1 1/2 dl. kalt vatn Bræða smjörlíki við vægan hita. Setja allt hráefnið í skál, svo smjörið í lokin og hræra saman. Gott að sigta kakóið útí. Baka við 150 gr. blástur eða 170 við undir og yfir hita. Bakið í 35 til 40 mín. Fer svolítið eftir ofnum. Passar í gott skúffukökuform. Ef þið viljið setja í heila ofnbökunarskúffu þá er gott að tvöfalda uppskriftina. Krem 150 gr. íslenskt smjör (mjúkt) 150 gr. flórsykur 1 eggjarauða 2 msk. kakó (bökunar) Allt sett saman í hrærivél og hrært til mjúkt og samlagað. Gott að dreifa grófu kókosmjöli yfir.Hér má lesa meira um Lífstöltið sem er til styrktar LÍFI styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans.
Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira