Corolla og Civic slá út Focus og Cruze Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 16:45 Toyota Corolla var söluhæstur í febrúar í Bandaríkjunum í sínum flokki Í fyrra var Civic söluhæstur í þessum stærðarflokki vestanhafs og Focus í öðru sæti. Mjög grannt er fylgst með sölu einstakra tegunda bíla í Bandaríkjunum og birtast tölur mjög fljótlega eftir hver mánaðarmót. Í flokki smærri fjölskyldubíla, sem er mjög söluhár flokkur bíla, var Toyota Corolla söluhæstur í febrúar með 25 þúsund bíla og Honda Civic annar með 23 þúsund. Í fyrra náði Civic fyrsta sætinu með 27 þúsund bíla en Ford Focus var þá í öðru sæti með sölu 23 þúsund bíla. Þriðja og fjórða sætið nú verma Fod Focus og Chevrolet Cruze með 21 og 18 þúsund bíla sölu. Í því fimmta er Hyundai Elantra, svo Volkswagen Golf (sem heitir Jetta þar vestra), þá Mazda 3 og í því áttunda Nissan Sentra.Níunda og tíunda sætið fylla svo Dodge Dart og Subaru Impreza. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent
Í fyrra var Civic söluhæstur í þessum stærðarflokki vestanhafs og Focus í öðru sæti. Mjög grannt er fylgst með sölu einstakra tegunda bíla í Bandaríkjunum og birtast tölur mjög fljótlega eftir hver mánaðarmót. Í flokki smærri fjölskyldubíla, sem er mjög söluhár flokkur bíla, var Toyota Corolla söluhæstur í febrúar með 25 þúsund bíla og Honda Civic annar með 23 þúsund. Í fyrra náði Civic fyrsta sætinu með 27 þúsund bíla en Ford Focus var þá í öðru sæti með sölu 23 þúsund bíla. Þriðja og fjórða sætið nú verma Fod Focus og Chevrolet Cruze með 21 og 18 þúsund bíla sölu. Í því fimmta er Hyundai Elantra, svo Volkswagen Golf (sem heitir Jetta þar vestra), þá Mazda 3 og í því áttunda Nissan Sentra.Níunda og tíunda sætið fylla svo Dodge Dart og Subaru Impreza.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent