A 45 AMG sviptur hulunni í Genf Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2013 10:45 Þessi litli bíll býr að 360 hestöflum, en eyðir aðeins 6,9 lítrum.Mercedes-Benz frumsýndi hinn nýja A 45 AMG á bílasýningunni í Genf sem nú er hafin. Þessi bíll er sá öflugasti sem Mercedes-Benz hefur sent frá í þessum stærðarflokki í 126 ára sögu fyrirtækisins. Mercedes Benz A 45 AMG er með tveggja lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 360 hestöflum og togið er 450 Nm. Bíllinn eyðir 6,9 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt tölum frá framleiðanda og CO2 losunin er 161 g/km. Þessi netti og kraftmikli lúxusbíll er hinn laglegasti að innan og vel vandað til verka. ,,Með hinum nýja A 45 AMG komum við fram með afar öflugan og dínamískan bíl, reyndar kraftmesta fjögurra sílindra bíl sem framleiddur er í heiminum," segir Tobias Moers, stjórnarmaður hjá Mercedes-Benz. Bíllinn er aðeins 4,6 sekúndur að ná 100 km hraða. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent
Þessi litli bíll býr að 360 hestöflum, en eyðir aðeins 6,9 lítrum.Mercedes-Benz frumsýndi hinn nýja A 45 AMG á bílasýningunni í Genf sem nú er hafin. Þessi bíll er sá öflugasti sem Mercedes-Benz hefur sent frá í þessum stærðarflokki í 126 ára sögu fyrirtækisins. Mercedes Benz A 45 AMG er með tveggja lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 360 hestöflum og togið er 450 Nm. Bíllinn eyðir 6,9 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt tölum frá framleiðanda og CO2 losunin er 161 g/km. Þessi netti og kraftmikli lúxusbíll er hinn laglegasti að innan og vel vandað til verka. ,,Með hinum nýja A 45 AMG komum við fram með afar öflugan og dínamískan bíl, reyndar kraftmesta fjögurra sílindra bíl sem framleiddur er í heiminum," segir Tobias Moers, stjórnarmaður hjá Mercedes-Benz. Bíllinn er aðeins 4,6 sekúndur að ná 100 km hraða.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent