A 45 AMG sviptur hulunni í Genf Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2013 10:45 Þessi litli bíll býr að 360 hestöflum, en eyðir aðeins 6,9 lítrum.Mercedes-Benz frumsýndi hinn nýja A 45 AMG á bílasýningunni í Genf sem nú er hafin. Þessi bíll er sá öflugasti sem Mercedes-Benz hefur sent frá í þessum stærðarflokki í 126 ára sögu fyrirtækisins. Mercedes Benz A 45 AMG er með tveggja lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 360 hestöflum og togið er 450 Nm. Bíllinn eyðir 6,9 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt tölum frá framleiðanda og CO2 losunin er 161 g/km. Þessi netti og kraftmikli lúxusbíll er hinn laglegasti að innan og vel vandað til verka. ,,Með hinum nýja A 45 AMG komum við fram með afar öflugan og dínamískan bíl, reyndar kraftmesta fjögurra sílindra bíl sem framleiddur er í heiminum," segir Tobias Moers, stjórnarmaður hjá Mercedes-Benz. Bíllinn er aðeins 4,6 sekúndur að ná 100 km hraða. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent
Þessi litli bíll býr að 360 hestöflum, en eyðir aðeins 6,9 lítrum.Mercedes-Benz frumsýndi hinn nýja A 45 AMG á bílasýningunni í Genf sem nú er hafin. Þessi bíll er sá öflugasti sem Mercedes-Benz hefur sent frá í þessum stærðarflokki í 126 ára sögu fyrirtækisins. Mercedes Benz A 45 AMG er með tveggja lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 360 hestöflum og togið er 450 Nm. Bíllinn eyðir 6,9 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt tölum frá framleiðanda og CO2 losunin er 161 g/km. Þessi netti og kraftmikli lúxusbíll er hinn laglegasti að innan og vel vandað til verka. ,,Með hinum nýja A 45 AMG komum við fram með afar öflugan og dínamískan bíl, reyndar kraftmesta fjögurra sílindra bíl sem framleiddur er í heiminum," segir Tobias Moers, stjórnarmaður hjá Mercedes-Benz. Bíllinn er aðeins 4,6 sekúndur að ná 100 km hraða.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent