Innrásin frá Kína hefst með Qoros Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2013 14:00 Stjórnendur Qoros koma frá BMW, General Motors, Jaguar/Land Rover, Saab og Volvo. Kínversk bílafyrirtæki bíða þess með óþreyju að hefja innflutning til Evrópu og Bandaríkjanna. Eitt þeirra virðist þó komið einna lengst í þeim áformum, þrátt fyrir ungan aldur. Það er Qoros, sem aðeins er 6 ára gamalt fyrirtæki. Qoros sýnir þrjár útfærslur Qoros 3 bíls síns á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Qoros áformar að hefja sölu á þessum bíl í Evrópu í byrjun næsta árs. Bílar Qoros virðist að sögn erlendra bílablaðamanna vera hin ágætasta smíði og innanrými þeirra minnir á Volkswagen bíla og er þar ekki leiðum að líkjast. Qoros státar sig mjög af uppruna stjórnenda fyrirtækisins, en þeir komu frá BMW, General Motors, Jaguar/Land Rover, Saab og Volvo og benda á að þeir þekki vel til þess hvað þarf að uppfylla til að geta boðið bíla í hinum vestræna heimi. Qoros 3 verður með 1,6 l. bensínvél með forþjöppu tengda við annaðhvort beiskiptingu eða tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Auk hefðbundins sedan bíls á sýningunni er önnur útfærsla Qoros 3 á sýningunni tvinnbíll og sú þriðja langbaksgerð hans. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Stjórnendur Qoros koma frá BMW, General Motors, Jaguar/Land Rover, Saab og Volvo. Kínversk bílafyrirtæki bíða þess með óþreyju að hefja innflutning til Evrópu og Bandaríkjanna. Eitt þeirra virðist þó komið einna lengst í þeim áformum, þrátt fyrir ungan aldur. Það er Qoros, sem aðeins er 6 ára gamalt fyrirtæki. Qoros sýnir þrjár útfærslur Qoros 3 bíls síns á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Qoros áformar að hefja sölu á þessum bíl í Evrópu í byrjun næsta árs. Bílar Qoros virðist að sögn erlendra bílablaðamanna vera hin ágætasta smíði og innanrými þeirra minnir á Volkswagen bíla og er þar ekki leiðum að líkjast. Qoros státar sig mjög af uppruna stjórnenda fyrirtækisins, en þeir komu frá BMW, General Motors, Jaguar/Land Rover, Saab og Volvo og benda á að þeir þekki vel til þess hvað þarf að uppfylla til að geta boðið bíla í hinum vestræna heimi. Qoros 3 verður með 1,6 l. bensínvél með forþjöppu tengda við annaðhvort beiskiptingu eða tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Auk hefðbundins sedan bíls á sýningunni er önnur útfærsla Qoros 3 á sýningunni tvinnbíll og sú þriðja langbaksgerð hans.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent