Rolls Royce Wraith er allt sem þú þarft… ekki! Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2013 09:30 Þakið í bílnum innanverðum er þakið litlum ljósum sem minna á stjörnurnar í himinhvolfinu. Það er ekki oft sem sagt er frá nýjum bílum frá Rolls Royce, því fram að þessu samanstóð vörulína þeirra af tveimur bílum. Það breytist nú í þrjá. Sá nýjasti hefur fengið nafnið Wraith og er nú kynntur á bílasýningunni í Genf. Wraith, sem þýðir afturganga á okkar ylhýra, er eiginlega "coupe"-gerð af Ghost bíl Rolls Royce og á að vera svar fyrirtækisins við Continental GT bíl Bentley. Hann er samt miklu dýrari og munar þar 12,5 milljón en verðið á Wraith er 40-52 milljónir, eftir því hversu vel hann er búinn. Vélin í bílnum er 12 strokka og 624 hestafla og sjálfskiptingin 8 gíra. Bíllinn er svo hlaðinn búnaði og íburði að annað eins hefur vart sést. Bíllinn er tveggja dyra og þær opnast að framan, ekki aftan eins og í flestum bílum. Þakið í bílnum innanverðum er þakið litlum ljósum sem minna á stjörnurnar í himinhvolfinu. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent
Þakið í bílnum innanverðum er þakið litlum ljósum sem minna á stjörnurnar í himinhvolfinu. Það er ekki oft sem sagt er frá nýjum bílum frá Rolls Royce, því fram að þessu samanstóð vörulína þeirra af tveimur bílum. Það breytist nú í þrjá. Sá nýjasti hefur fengið nafnið Wraith og er nú kynntur á bílasýningunni í Genf. Wraith, sem þýðir afturganga á okkar ylhýra, er eiginlega "coupe"-gerð af Ghost bíl Rolls Royce og á að vera svar fyrirtækisins við Continental GT bíl Bentley. Hann er samt miklu dýrari og munar þar 12,5 milljón en verðið á Wraith er 40-52 milljónir, eftir því hversu vel hann er búinn. Vélin í bílnum er 12 strokka og 624 hestafla og sjálfskiptingin 8 gíra. Bíllinn er svo hlaðinn búnaði og íburði að annað eins hefur vart sést. Bíllinn er tveggja dyra og þær opnast að framan, ekki aftan eins og í flestum bílum. Þakið í bílnum innanverðum er þakið litlum ljósum sem minna á stjörnurnar í himinhvolfinu.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent