Gerbreyttur Suzuki SX4 Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2013 08:45 Með stærstu opnun á glerþaki sem sést hefur í bíl.Litli jepplingurinn Suzuki SX4 sem selst hefur ágætlega hér á landi kemur brátt af nýrri og gerbreyttri kynslóð því Suzuki kynnti nýja bílinn á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Suzuki SX4 hefur ávallt verið meðal ódýrustu fjórhjóladrifsbílum sem fást og í Bandaríkjunum er hann sá ódýrasti. Vélarnar sem koma til með að bjóðast í nýja bílnum eru 1,6 l. bensínvél og dísilvél með sama sprengirými. Skiptingar verða annaðhvort 6 gíra beinskipting eða CVT sjálfskipting með 7 gíra beinskiptimöguleika. Hægt verður að stilla fjórhjóladrifið á 4 mismunandi vegu eftir undirlagi. Bíllinn er með glerþaki sem Suzuki segir að sé með stærstu mögulegu opnun allra bíla, en til þess þarf að opna glerþakið á tvo vegu. Það var sannarlega kominn tíma á nýja kynslóð Suzuki SX4, en hann hafði dregist aðeins aftur úr hvað hönnun og búnað varðar. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hversu duglegur Suzuki SX4 er í snjó. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent
Með stærstu opnun á glerþaki sem sést hefur í bíl.Litli jepplingurinn Suzuki SX4 sem selst hefur ágætlega hér á landi kemur brátt af nýrri og gerbreyttri kynslóð því Suzuki kynnti nýja bílinn á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Suzuki SX4 hefur ávallt verið meðal ódýrustu fjórhjóladrifsbílum sem fást og í Bandaríkjunum er hann sá ódýrasti. Vélarnar sem koma til með að bjóðast í nýja bílnum eru 1,6 l. bensínvél og dísilvél með sama sprengirými. Skiptingar verða annaðhvort 6 gíra beinskipting eða CVT sjálfskipting með 7 gíra beinskiptimöguleika. Hægt verður að stilla fjórhjóladrifið á 4 mismunandi vegu eftir undirlagi. Bíllinn er með glerþaki sem Suzuki segir að sé með stærstu mögulegu opnun allra bíla, en til þess þarf að opna glerþakið á tvo vegu. Það var sannarlega kominn tíma á nýja kynslóð Suzuki SX4, en hann hafði dregist aðeins aftur úr hvað hönnun og búnað varðar. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hversu duglegur Suzuki SX4 er í snjó.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent