Jeppasýning Toyota dró að 4.500 manns 25. febrúar 2013 12:45 Fullur salur af jeppááhugafólki Aldrei verið fleiri á þessari árlegu sýningu. Jeppaáhugamenn streymdu í Kauptúnið í Garðabæ á laugardaginn til að skoða árlega jeppasýningu Toyota. Aðsókn var góð eins og reyndar alltaf á þessum sýningum en nú var met slegið, um 4500 manns komu og skoðuðu Land Cruiser og Hilux jeppa bæði nýja og breytta. Á síðustu árum hafa um 3.000 manns komið á sýninguna, en teljari sýndi að 50% fleiri komu nú. Nýir bílar fylltu sýningarsalinn í Kauptúni og fjöldi samstarfsaðila sýndi einnig vörur sínar. Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari kom og sýndi búnaðinn sem hún notaði í ferð sinni á Suðurpólinn og spjallaði við gesti. Á útisvæði mátti sjá fjölda breytta bíla sem Toyotaeigendur lánuðu á sýninguna.Vilborg Suðurpólfari spjallar við gesti sýningarinnar Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent
Aldrei verið fleiri á þessari árlegu sýningu. Jeppaáhugamenn streymdu í Kauptúnið í Garðabæ á laugardaginn til að skoða árlega jeppasýningu Toyota. Aðsókn var góð eins og reyndar alltaf á þessum sýningum en nú var met slegið, um 4500 manns komu og skoðuðu Land Cruiser og Hilux jeppa bæði nýja og breytta. Á síðustu árum hafa um 3.000 manns komið á sýninguna, en teljari sýndi að 50% fleiri komu nú. Nýir bílar fylltu sýningarsalinn í Kauptúni og fjöldi samstarfsaðila sýndi einnig vörur sínar. Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari kom og sýndi búnaðinn sem hún notaði í ferð sinni á Suðurpólinn og spjallaði við gesti. Á útisvæði mátti sjá fjölda breytta bíla sem Toyotaeigendur lánuðu á sýninguna.Vilborg Suðurpólfari spjallar við gesti sýningarinnar
Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent