Aston Martin Shooting Brake í Genf Finnur Thorlacius skrifar 25. febrúar 2013 15:45 Er sérstaklega langur og óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþega. Margir virðast ætla að elta Mercedes Benz með Shooting Brake bílinn og Porsche með fjögurra sæta lúxusfjölskyldubílinn Panamera. Hefur nú Aston Martin bæst í þann hóp. Bíllinn sá hefur fengið nafnið Aston Martin Rapide Shooting Brake og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf sem byrjar í næsta mánuði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Aston Martin kemur fram með svona bíl því fyrirtækið kynnti árið 2004 svokallaðan 2+2 bíl sem byggður var á Aston Martin Vanquish. Nýi bíllinn verður með V12 vél sem skilar 470 hestöflum. Innréttingin er sérlega falleg í bílnum með tvítóna leðri. Bíllinn er að sjálfsögðu óvenju langur, en einnig óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþegana. Einnig er skottið tiltölulega stórt. Bíllinn verður sýndur við hlið Aston Martin Rapide S í Genf.Hrikalega flott innrétting með tvítóna leðri Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent
Er sérstaklega langur og óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþega. Margir virðast ætla að elta Mercedes Benz með Shooting Brake bílinn og Porsche með fjögurra sæta lúxusfjölskyldubílinn Panamera. Hefur nú Aston Martin bæst í þann hóp. Bíllinn sá hefur fengið nafnið Aston Martin Rapide Shooting Brake og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf sem byrjar í næsta mánuði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Aston Martin kemur fram með svona bíl því fyrirtækið kynnti árið 2004 svokallaðan 2+2 bíl sem byggður var á Aston Martin Vanquish. Nýi bíllinn verður með V12 vél sem skilar 470 hestöflum. Innréttingin er sérlega falleg í bílnum með tvítóna leðri. Bíllinn er að sjálfsögðu óvenju langur, en einnig óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþegana. Einnig er skottið tiltölulega stórt. Bíllinn verður sýndur við hlið Aston Martin Rapide S í Genf.Hrikalega flott innrétting með tvítóna leðri
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent