Viðskipti erlent

Saka Anheuser-Busch um að þynna bjór sinn með vatni

Bjórdrykkjumenn í Bandaríkjunum eru komnir í mál við bruggrisann Anheuser-Busch en þeir saka hann um vörusvik, það er að hafa þynnt bjórinn með vatni og lækkað þannig áfengismagnið í honum.

Á bjórdósum sem merktar eru með 5% áfengismagni sé í raun aðeins um rúm 4% að ræða. Ákærur gegn bruggrisanum hafa verið lagðar fram í Kaliforníu, Pennsylvaníu og fleiri ríkjum en ákæran nær til 10 bjórtegunda, þar með talið Budweiser og Michelob.

Talsmaður Anheuser-Busch segir ákærurnar falskar og að bjórinn uppfylli öll lög og reglur um slíka framleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×