Frumleg marijúanabyssa Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2013 12:27 Afskaplega frumleg smíð, en í ólöglegum tilgangi þó Skýtur 14 kílóa marijuanapökkum 150 metra yfir landamærin. Ekki er að spyrja að hugkvæmninni hjá þeim er smygla eiturlyfjum milli landa. Ein sú allra framlegasta sést hér, þ.e. marijúanabyssa á pallbíl. Mexíkóska lögreglan hafði uppá þessum óvenjulega bíl í borginni Mexicali og segir að tilgangur hans sé að skjóta pökkum af marijúana yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Byssan skaut pökkunum ríflega 150 metra en hún er byggð úr plasthólki sem hlaupi, þrýstitanki úr stáli og gamalli bílvél sem býr til þrýstinginn sem skotið er með. Þyngd hvers marijúanapakka sem byssan skaut er 14 kíló og lögreglan hafði uppá 24 slíkum pökkum, samtals 336 kílóum. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent
Skýtur 14 kílóa marijuanapökkum 150 metra yfir landamærin. Ekki er að spyrja að hugkvæmninni hjá þeim er smygla eiturlyfjum milli landa. Ein sú allra framlegasta sést hér, þ.e. marijúanabyssa á pallbíl. Mexíkóska lögreglan hafði uppá þessum óvenjulega bíl í borginni Mexicali og segir að tilgangur hans sé að skjóta pökkum af marijúana yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Byssan skaut pökkunum ríflega 150 metra en hún er byggð úr plasthólki sem hlaupi, þrýstitanki úr stáli og gamalli bílvél sem býr til þrýstinginn sem skotið er með. Þyngd hvers marijúanapakka sem byssan skaut er 14 kíló og lögreglan hafði uppá 24 slíkum pökkum, samtals 336 kílóum.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent