Volkswagen borgar 1.200.000 í bónus Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2013 15:31 Ágætasta ávísun er á leiðinni til hvers einasta starfsmanns Volkswagen Laun og bónusar forstjórans voru 1.827 milljónir króna. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er örlátur við starfsfólk sitt og hefur líklega efni á því þar sem fyrirtækið hefur aldrei hagnast meira en í fyrra. Bónusinn fyrir árið 2012 nemur 1,2 milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Væn er sú upphæð ofan á regluleg laun, en engu að síður er þessi bónus nú 4% lægri en í fyrra. Bónus forstjórans, Martin Winterkorn, eru þó örlítið hærri en hjá venjulegum starfsmanni á gólfi, eða 1.827 milljónir króna. Eru þá reyndar talin saman laun og bónusar fyrir árið. Árið 2011 voru laun Winterkorn þó hærri, eða 2.205 milljónir króna. Það þótti sumum nokkuð ofaukið og blöskraði svo mörgum í heimalandinu Þýskalandi að laun hans og bónusar voru lækkaðir þrátt fyrir aukinn hagnað. Volkswagen býst við að hagnaður ársins í ár verði svipaður og í fyrra. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Laun og bónusar forstjórans voru 1.827 milljónir króna. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er örlátur við starfsfólk sitt og hefur líklega efni á því þar sem fyrirtækið hefur aldrei hagnast meira en í fyrra. Bónusinn fyrir árið 2012 nemur 1,2 milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Væn er sú upphæð ofan á regluleg laun, en engu að síður er þessi bónus nú 4% lægri en í fyrra. Bónus forstjórans, Martin Winterkorn, eru þó örlítið hærri en hjá venjulegum starfsmanni á gólfi, eða 1.827 milljónir króna. Eru þá reyndar talin saman laun og bónusar fyrir árið. Árið 2011 voru laun Winterkorn þó hærri, eða 2.205 milljónir króna. Það þótti sumum nokkuð ofaukið og blöskraði svo mörgum í heimalandinu Þýskalandi að laun hans og bónusar voru lækkaðir þrátt fyrir aukinn hagnað. Volkswagen býst við að hagnaður ársins í ár verði svipaður og í fyrra.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent