Svona vinna rallýpör! Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2013 10:30 Unnu í keppni sögufrægra rallbíla, en Sebastien Ogier vann aðalkeppnina í Svíþjóð. Á myndinni sést hvar hinn goðsagnarkenndi rallökumaður Petter Solberg lyftir bíl sínum á meðan eiginkona hans Pernilla gerir við. Þessi mynd náðist um síðustu helgi í heimsbikarkeppninni í rallakstri í Svíþjóð, þ.e. þeim hluta hennar þar sem keppt er á sögufrægum rallbílum og oft af eldri ökuþórum. Þar höfðu hinn norski Petter Solberg og hin sænska kona hans sigur. Þessi frumlega aðferð þeirra virðist því hafa dugað þeim vel og spurning hvort þetta er ekki margæft heimafyrir. Petter ók gömlum Ford Escort MK2 í keppninni en eiginkonan var í hlutverki leiðsögumanns og vélvirkja af myndinni að dæma. Í aðalkeppninn sænska rallsins, sem að mestu fór fram í snjó, vann Sebastien Ogier á Volkswagen Polo bíl og vann sér í leiðinni inn vænan skammt stiga í heimsmeistarakeppninni í rallakstri (WRC). Annar varð nafni hans Sebastien Loeb á Citroën. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent
Unnu í keppni sögufrægra rallbíla, en Sebastien Ogier vann aðalkeppnina í Svíþjóð. Á myndinni sést hvar hinn goðsagnarkenndi rallökumaður Petter Solberg lyftir bíl sínum á meðan eiginkona hans Pernilla gerir við. Þessi mynd náðist um síðustu helgi í heimsbikarkeppninni í rallakstri í Svíþjóð, þ.e. þeim hluta hennar þar sem keppt er á sögufrægum rallbílum og oft af eldri ökuþórum. Þar höfðu hinn norski Petter Solberg og hin sænska kona hans sigur. Þessi frumlega aðferð þeirra virðist því hafa dugað þeim vel og spurning hvort þetta er ekki margæft heimafyrir. Petter ók gömlum Ford Escort MK2 í keppninni en eiginkonan var í hlutverki leiðsögumanns og vélvirkja af myndinni að dæma. Í aðalkeppninn sænska rallsins, sem að mestu fór fram í snjó, vann Sebastien Ogier á Volkswagen Polo bíl og vann sér í leiðinni inn vænan skammt stiga í heimsmeistarakeppninni í rallakstri (WRC). Annar varð nafni hans Sebastien Loeb á Citroën.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent