Hagnaður GM 632 milljarðar Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2013 13:15 Hagnaður féll þó um 38% á milli ára. Flestum fyrirtækjum þætti ágætt að skila á sjöunda hundrað milljarða króna hagnaði á síðasta ári en staðreyndin er sú að hagnaður GM féll um 38% milli ára. Árið 2011 hagnaðist General Motors um 1.020 milljarða króna. Nokkrar skýringar eru gefnar á lækkun hagnaðarins, sú helsta erfið bílasala í Evrópu en einnig mikil framlög til lífeyrissjóða starfsmanna GM og miklar fjárfestingar. Þær upphæðir sem þar liggja að baki skýra þó ekki út mismuninn á hagnaði fyrirtækisins á milli ára og því hefur kostnaður í rekstri hækkað verulega eða að framlegð á hvern seldan bíl hefur lækkað mikið, eða hvorttveggja gerst í senn. Þessi munur er ekki skýrður í fréttatilkynningu GM og ýmsir ósáttir við útskýringar fyrirtækisins. Dan Akerson forstjóri GM er þó bjartsýnn á þetta ár og segir að það muni setja á markað marga nýja og spennandi bíla í ár, en einnig gæta mjög að kostnaði. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Hagnaður féll þó um 38% á milli ára. Flestum fyrirtækjum þætti ágætt að skila á sjöunda hundrað milljarða króna hagnaði á síðasta ári en staðreyndin er sú að hagnaður GM féll um 38% milli ára. Árið 2011 hagnaðist General Motors um 1.020 milljarða króna. Nokkrar skýringar eru gefnar á lækkun hagnaðarins, sú helsta erfið bílasala í Evrópu en einnig mikil framlög til lífeyrissjóða starfsmanna GM og miklar fjárfestingar. Þær upphæðir sem þar liggja að baki skýra þó ekki út mismuninn á hagnaði fyrirtækisins á milli ára og því hefur kostnaður í rekstri hækkað verulega eða að framlegð á hvern seldan bíl hefur lækkað mikið, eða hvorttveggja gerst í senn. Þessi munur er ekki skýrður í fréttatilkynningu GM og ýmsir ósáttir við útskýringar fyrirtækisins. Dan Akerson forstjóri GM er þó bjartsýnn á þetta ár og segir að það muni setja á markað marga nýja og spennandi bíla í ár, en einnig gæta mjög að kostnaði.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent