Fastur á 200 í klukkutíma Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2013 15:00 Var kominn 160 km frá heimili sínu þegar bensínið kláraðist. Ætla mætti að hjartað hafi slegið hratt hjá franska ökumanninum Frank Lecerf þegar eldsneytisgjöf bíls hans festist í botni og bíllinn brunaði á 200 km hraða í heilan klukkutíma. Það sem meira var, bensínpedalinn í bíl Frank, Renault Laguna, hafði oft áður staðið fastur. Hann hafði ávallt farið með hann í viðgerð til Renault, þeir haldið bílnum í 2-3 daga og skilað honum aftur með þeim orðum að ekkert væri að bílnum. Lögmaður Frank er nú að undirbúa kæru á hendur Renault fyrirtækinu. Ökuferð hans var skrautleg og reyndu franskir lögreglumenn að greiða fyrir för hans eftir að Frank hafði náð í neyðarlínuna og sagt frá vandræðum sínum. Ökuferðin endaði í skurði, en þá var hann kominn alla leið til Belgíu, um 160 kílómetra frá heimili sínu. Var þá bíllinn reyndar orðinn bensínlaus. Ekkert stoðaði að stíga á hemla bílsins á leiðinni og það varð frekar til þess að auka hraðann en hitt. Eitt gleymdi Frank þó að prófa í öllum hasarnum, en það var að skipta sjálfskiptum bílnum úr "Drive" í "Neutral", en það hefði að öllum líkindum dugað til að hefta för bílsins. Þessari aðferð hafa umferðaröryggisstofnanir mælt helst með í aðstæðum sem þessum. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Var kominn 160 km frá heimili sínu þegar bensínið kláraðist. Ætla mætti að hjartað hafi slegið hratt hjá franska ökumanninum Frank Lecerf þegar eldsneytisgjöf bíls hans festist í botni og bíllinn brunaði á 200 km hraða í heilan klukkutíma. Það sem meira var, bensínpedalinn í bíl Frank, Renault Laguna, hafði oft áður staðið fastur. Hann hafði ávallt farið með hann í viðgerð til Renault, þeir haldið bílnum í 2-3 daga og skilað honum aftur með þeim orðum að ekkert væri að bílnum. Lögmaður Frank er nú að undirbúa kæru á hendur Renault fyrirtækinu. Ökuferð hans var skrautleg og reyndu franskir lögreglumenn að greiða fyrir för hans eftir að Frank hafði náð í neyðarlínuna og sagt frá vandræðum sínum. Ökuferðin endaði í skurði, en þá var hann kominn alla leið til Belgíu, um 160 kílómetra frá heimili sínu. Var þá bíllinn reyndar orðinn bensínlaus. Ekkert stoðaði að stíga á hemla bílsins á leiðinni og það varð frekar til þess að auka hraðann en hitt. Eitt gleymdi Frank þó að prófa í öllum hasarnum, en það var að skipta sjálfskiptum bílnum úr "Drive" í "Neutral", en það hefði að öllum líkindum dugað til að hefta för bílsins. Þessari aðferð hafa umferðaröryggisstofnanir mælt helst með í aðstæðum sem þessum.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent