Eyðilögðu 132 bíla í einni töku á Die Hard 17. febrúar 2013 11:45 Í kvikmynd sem heitir svo skelfandi nafni sem A Good Day To Die Hard er ef til vill eðlilegt að bílum líkt og mannslífum sé ekki þyrmt. Það er hinsvegar ekki sjálfsagt að í einni töku í slíkri mynd séu 132 bílar skemmdir svo mikið að þeir eru alveg ónothæfir. Það sem meira er, 518 aðrir bílar skemmdust og kröfðust mikilla viðgerða. Sumir þessar bíla voru mjög dýrir bílar og í senunni er til dæmis ekið yfir Lamborghini bíl og hann gereyðilagður. Það er ekki að spyrja að peningunum og froðsinu í kvikmyndaheiminum, en þetta hlýtur að vera heimsmet. Þessi sena kostaði 11 milljónir dollar eða ríflega 1,4 milljarð króna og þá eru ekki meðtaldir fjölmargir G-Class jeppar frá Mercedes Benz sem þýska fyrirtækið gaf framleiðanda myndarinnar. Þeir voru að sjálfsögðu allir eyðilagðir. Sjá má glefsur úr myndinni og myndir frá tökum á henni í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent
Í kvikmynd sem heitir svo skelfandi nafni sem A Good Day To Die Hard er ef til vill eðlilegt að bílum líkt og mannslífum sé ekki þyrmt. Það er hinsvegar ekki sjálfsagt að í einni töku í slíkri mynd séu 132 bílar skemmdir svo mikið að þeir eru alveg ónothæfir. Það sem meira er, 518 aðrir bílar skemmdust og kröfðust mikilla viðgerða. Sumir þessar bíla voru mjög dýrir bílar og í senunni er til dæmis ekið yfir Lamborghini bíl og hann gereyðilagður. Það er ekki að spyrja að peningunum og froðsinu í kvikmyndaheiminum, en þetta hlýtur að vera heimsmet. Þessi sena kostaði 11 milljónir dollar eða ríflega 1,4 milljarð króna og þá eru ekki meðtaldir fjölmargir G-Class jeppar frá Mercedes Benz sem þýska fyrirtækið gaf framleiðanda myndarinnar. Þeir voru að sjálfsögðu allir eyðilagðir. Sjá má glefsur úr myndinni og myndir frá tökum á henni í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent