50.000 Nissan Leaf seldir Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2013 14:30 95% eigenda Nissan Leaf bíla eru ánægðir með bílinn samkvæmt ánægjukönnunum. Frá því að Nissan kynnti rafmagnsbílinn Leaf hafa 50.000 eintök af honum verið seld, þar af 19.500 í Bandaríkjunum og 7.000 í Evrópu. Nissan Leaf kom fyrst á markað í desember árið 2010. Eigendur Nissan Leaf bíla hafa ekið þeim samtals 260 milljón kílómetra sem er lengra en vegalengdin til sólarinnar. Einn japanskur eigandi Leaf hefur ekið sínum bíl 177.000 km. Eigendur Nissan Leaf bíla eru samkvæmt ánægjukönnunum einir þeir allra ánægðustu meðal bíleigenda með 95% þeirra ánægða. Nissan lækkaði verð Leaf í síðasta mánuði um 6.400 dollara, eða 825.000 krónur og kostar hann nú 3,7 milljónir króna í Bandaríkjunum. Salan á Nissan Leaf féll um 3,8% í janúar frá sama mánuði árið áður, en Nissan er að losa sig við síðustu eintökin af 2012 árgerð bílsins. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent
95% eigenda Nissan Leaf bíla eru ánægðir með bílinn samkvæmt ánægjukönnunum. Frá því að Nissan kynnti rafmagnsbílinn Leaf hafa 50.000 eintök af honum verið seld, þar af 19.500 í Bandaríkjunum og 7.000 í Evrópu. Nissan Leaf kom fyrst á markað í desember árið 2010. Eigendur Nissan Leaf bíla hafa ekið þeim samtals 260 milljón kílómetra sem er lengra en vegalengdin til sólarinnar. Einn japanskur eigandi Leaf hefur ekið sínum bíl 177.000 km. Eigendur Nissan Leaf bíla eru samkvæmt ánægjukönnunum einir þeir allra ánægðustu meðal bíleigenda með 95% þeirra ánægða. Nissan lækkaði verð Leaf í síðasta mánuði um 6.400 dollara, eða 825.000 krónur og kostar hann nú 3,7 milljónir króna í Bandaríkjunum. Salan á Nissan Leaf féll um 3,8% í janúar frá sama mánuði árið áður, en Nissan er að losa sig við síðustu eintökin af 2012 árgerð bílsins.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent