Chevrolet Steve McQueen til sölu 4. febrúar 2013 09:45 Saga bílsins gæti tífaldað verð hans á uppboði. Sá bíll er leikarinn Steve Mcqueen ók síðast í kvikmynd verður brátt seldur á uppboði. Er það 1951 árgerðin af Chevrolet Styline DeLuxe, gullfallegur gulur blæjubíll. Bíl þessum ók hann í myndinni The Hunter á níunda áratug síðustu aldar, en sú mynd sló reyndar ekki í gegn á sínum tíma. Steve McQueen keypti sjálfur þennan fagra bíl eftir að tökur á myndinni voru yfirstaðnar og átti hann í 4 ár. Árið 2003 var bíllinn gerður upp og færður svo gott sem í sama ástand og þegar hann var nýr. Bíll sem þessi er metinn á um 45.000 dollara, en saga þessa tiltekna eintaks mun að líkum tífalda verð hans á uppboðinu sem haldið verður í Ft. Lauderdale í Flórída. Brot úr myndinni The Hunter má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent
Saga bílsins gæti tífaldað verð hans á uppboði. Sá bíll er leikarinn Steve Mcqueen ók síðast í kvikmynd verður brátt seldur á uppboði. Er það 1951 árgerðin af Chevrolet Styline DeLuxe, gullfallegur gulur blæjubíll. Bíl þessum ók hann í myndinni The Hunter á níunda áratug síðustu aldar, en sú mynd sló reyndar ekki í gegn á sínum tíma. Steve McQueen keypti sjálfur þennan fagra bíl eftir að tökur á myndinni voru yfirstaðnar og átti hann í 4 ár. Árið 2003 var bíllinn gerður upp og færður svo gott sem í sama ástand og þegar hann var nýr. Bíll sem þessi er metinn á um 45.000 dollara, en saga þessa tiltekna eintaks mun að líkum tífalda verð hans á uppboðinu sem haldið verður í Ft. Lauderdale í Flórída. Brot úr myndinni The Hunter má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent