PlayStation 4 kynnt til leiks eftir 16 daga? 4. febrúar 2013 14:31 Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Sony kynnir nýjustu útgáfuna af PlayStation tölvunni í New York þann 20. febrúar næstkomandi. Tölvan mun bera nafnið PlayStation 4 og er nýjasta kynslóð leikjatölvunnar. Sony hafa boðið blaðamönnum á „viðburð" þar sem rætt verður um „framtíð PlayStation" eins og það er orðað. Ekki hefur verið staðfest af fyrirtækinu að PlayStation 4 verði kynnt til leiks, en sérfræðingar á þessu sviði segja það nánast öruggt. Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu að mati blaðamanna, er að samkeppnisaðilinn, Microsoft, muni kynna nýja Xbox tölvu á E3-ráðstefnunni í Los Angeles í júní á þessu ári. Þá hafi Nintendo einnig kynnt Wii U í haust. Á þeim síðum sem fjallað er um málið, eru allir blaðamenn öruggir á því að PlayStation 4 verði kynnt til leiks. Ýmsar getgátur eru uppi með nýju tölvuna, til að mynda eru nokkrir sem halda því fram að mögulegt verði að spila leiki í 240 römmum á sekúndu. Ef það er rétt, þá er það gífurleg þróun frá síðustu kynslóð, því PlayStation 3 og Xbox 360 sýna 30 til 60 ramma á sekúndu. Þó tölvan verði kynnt til leiks í febrúar er líklegt að hún verði ekki fáanleg fyrr en í haust, eða á næsta ári. PlayStation 3 tölvan kom út árið 2005 og PlayStation 2 tölvan árið 2000.Hér að ofan má sjá „kynningarmyndbandið" sem Sony gaf út varðandi blaðamannafundinn síðar í þessum mánuði. Leikjavísir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Sony kynnir nýjustu útgáfuna af PlayStation tölvunni í New York þann 20. febrúar næstkomandi. Tölvan mun bera nafnið PlayStation 4 og er nýjasta kynslóð leikjatölvunnar. Sony hafa boðið blaðamönnum á „viðburð" þar sem rætt verður um „framtíð PlayStation" eins og það er orðað. Ekki hefur verið staðfest af fyrirtækinu að PlayStation 4 verði kynnt til leiks, en sérfræðingar á þessu sviði segja það nánast öruggt. Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu að mati blaðamanna, er að samkeppnisaðilinn, Microsoft, muni kynna nýja Xbox tölvu á E3-ráðstefnunni í Los Angeles í júní á þessu ári. Þá hafi Nintendo einnig kynnt Wii U í haust. Á þeim síðum sem fjallað er um málið, eru allir blaðamenn öruggir á því að PlayStation 4 verði kynnt til leiks. Ýmsar getgátur eru uppi með nýju tölvuna, til að mynda eru nokkrir sem halda því fram að mögulegt verði að spila leiki í 240 römmum á sekúndu. Ef það er rétt, þá er það gífurleg þróun frá síðustu kynslóð, því PlayStation 3 og Xbox 360 sýna 30 til 60 ramma á sekúndu. Þó tölvan verði kynnt til leiks í febrúar er líklegt að hún verði ekki fáanleg fyrr en í haust, eða á næsta ári. PlayStation 3 tölvan kom út árið 2005 og PlayStation 2 tölvan árið 2000.Hér að ofan má sjá „kynningarmyndbandið" sem Sony gaf út varðandi blaðamannafundinn síðar í þessum mánuði.
Leikjavísir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira