Fersk kynslóðarbreyting á Honda CR-V 5. febrúar 2013 13:30 Vel lukkuð breyting á Honda CR-V Virkar stærri en er minni. Einn alvinsælasti jepplingur síðustu ára á Íslandi er Honda CR-V. Það sem meira er, hann er langvinsælasti jepplingur í Bandaríkjunum og slær léttilega við heimabílunum Ford Escape og jeppanum Ford Explorer og seldist í meira en 300.000 eintökum á síðasta ári. Hann er þekktur fyrir áreiðanleika og fátíðar bilanir og endist von úr viti. Svo vel hefur hann endst hér á landi að 98% allra CR-V bíla sem selst hafa frá upphafi sölu hans eru enn á götunum. Það er því greinilega nokkuð varið í þennan bíl og svo var reyndar raunin er honum var reynsluekið á dögunum. Var þar um að ræða nýja kynslóð bílsins af árgerð 2013. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á bílnum og allar til að gera góðan bíl betri.Virkar stærri en forverinn en er minni Í fyrsta lagi er bíllinn fallegri að utan, en fyrri kynslóð hans var orðin nokkuð á eftir og breytingar því tímabærar. Hann er allur rennilegri og greinilega hefur verið unnið ríkulega í loftflæði hans, allt til að minnka eyðslu bílsins. Honda hefur þó ekki dottið í þann pitt að gera hann svo sportlegan að minnka gluggalínu hans, eins og og við svo marga nýja bíla í dag. Það verður gjarnan til þess að útsýni úr bílnum, sérstaklega úr aftursætum, skerðist mjög. Annar pittur sem Honda féll ekki í var að gera bílinn stærri, heldur þvert á móti er bíllinn aðeins minni þó að útlitið bendi til þess þveröfuga. Vel útfærð verkfræðileg hönnun hans innanborðs hefur hinsvegar gert það að verkum að hann er rýmri en forverinn og á það við um öll mál hans. Meira rými fyrir ökumann sem og aftursætisfarþega auk hins flata gólfs í afturhluta bílsins skapar góða rýmistilfinningu. Eftirtektarvert er gott fótarými afturí. Skottrými er yfrið og ætti að duga flestum til ferðalaga. Í dýrustu Executive útgáfu bílsins kemur hann með gullfallegum leðursætum og ýmislegt annað góðgæti fylgir þá með eins og rafstýrt ökumannssæti, glerþak, rafstýrður afturhleri og lyklalaust aðgengi og ræsing. Fín innrétting en of mikil notkun ódýrari gerðar plasts Geymslurými öll eru til fyrirmyndar og í miðjustokki eru gríðarlega rúmmiklar geymslur og geta hæglega látið kvenmannsveski hverfa. Ekki er skortur á glasahöldurum. Fimm tommu upplýsingaskjár gefur mælaborðinu snaggaralegan svip þó stærri skjáir prýði margan bílinn í dag. Á skjánum má stýran öllum fjáranum í bílnum og á honum birtist útsýni bakkmyndavélar ef sett er í bakkgír. Hitastýrð miðstöð er vel þegin breyting á bílnum. Mælaborðið er einfalt en skiljanlegt og allt til staðar sem þarf. Allar mögulegar tengingar eru í bílnum og ekki er ónýtt að geta stýrt lagavali gegnum iPhone. Það eina sem hægt er að setja út á innréttinguna er notkun á því er virðist ódýrari gerð plasts, sem setur hann aðeins niður í samanburði við margan annan nýjan bílinn í dag. Allt er þetta þó greinilega vel smíðað eins og við mátti búast hjá Honda. Í bílinn má fá radartengdan skriðstilli, akreinaaðstoð og árekstrarviðvörunarkerfi, en fjarlægðarkynjarar framan og aftan er staðalbúnaður. Kostar frá 6,0 til 7,9 milljónum Fá má CR-V með 2,0 lítra og 150 hestafla bensínvél eða 2,2 lítra og 155 hestafla dísilvél. Báðar eru þær þýðgengar og öflugar vélar en eyðslan með dísilvélinni er umtalsvert lægri. Á móti kemur að bensínbíllinn er talsvert ódýrari sem munar 900 þúsund krónum. Bensínbíllin má aðeins fá sjálfskiptan en dísilbílinn bæði bein- og sjálfskiptan. Ef keyptur er dísilbíll með beinskiptingu munar ekki nema 100 þúsund krónum á honum og bensínbílnum. Eyðsla beinskipts bíls er að auki einum lítra minni í blönduðum akstri, ekki nem 5,6 lítrar á hundraðið. Geri aðrir jepplingar betur. Ódýrast bíllinn er sjálfskiptur bensínbíll á 5.990.000 kr. Dýrasta útgáfa hans er sjálfskiptur dísilbíll í Executive útgáfu, á 7.890.000 kr. Akstur Honda CR-V er einkar ljúfur, fjöðrun til fyrirmyndar og bíllinn er allur stífur og góður. Ekki ber mikið á hliðarhalla er lagt er á hann, stöðugleiki á vegi veitir fína öryggistilfinningu. Það sem helst má setja út á aksturánægjuna er ný rafræn stýring sem stelur aðeins tilfinningu fyrir vegi og minnkar skemmtanagildið við aksturinn. Þegar allt er tekið saman er Honda CR-V ferlega fínn bíll sem skorar hátt á flestum sviðum. Hann hefur ávallt verið góð kaup og búast má við að hann endist gríðarlega vel eins og forverar hans. Endursöluverð er alltof gott á þessum bíl og oftar en ekki er slegist um þá, þá sjaldan að fólk vill selja þá. Hann er á fínu verði sem fyrr og ætti sem áður að seljast vel hér, enda heppilegur við íslenskar aðstæður. Kostir Frábært rými Góð tilfinning fyrir smíðagæðum Mikið útsýni úr bílnum Gallar Full einföld innrétting og notkun ódýrs plasts Rafræn stýring dregur úr tilfinningu í akstri Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent
Virkar stærri en er minni. Einn alvinsælasti jepplingur síðustu ára á Íslandi er Honda CR-V. Það sem meira er, hann er langvinsælasti jepplingur í Bandaríkjunum og slær léttilega við heimabílunum Ford Escape og jeppanum Ford Explorer og seldist í meira en 300.000 eintökum á síðasta ári. Hann er þekktur fyrir áreiðanleika og fátíðar bilanir og endist von úr viti. Svo vel hefur hann endst hér á landi að 98% allra CR-V bíla sem selst hafa frá upphafi sölu hans eru enn á götunum. Það er því greinilega nokkuð varið í þennan bíl og svo var reyndar raunin er honum var reynsluekið á dögunum. Var þar um að ræða nýja kynslóð bílsins af árgerð 2013. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á bílnum og allar til að gera góðan bíl betri.Virkar stærri en forverinn en er minni Í fyrsta lagi er bíllinn fallegri að utan, en fyrri kynslóð hans var orðin nokkuð á eftir og breytingar því tímabærar. Hann er allur rennilegri og greinilega hefur verið unnið ríkulega í loftflæði hans, allt til að minnka eyðslu bílsins. Honda hefur þó ekki dottið í þann pitt að gera hann svo sportlegan að minnka gluggalínu hans, eins og og við svo marga nýja bíla í dag. Það verður gjarnan til þess að útsýni úr bílnum, sérstaklega úr aftursætum, skerðist mjög. Annar pittur sem Honda féll ekki í var að gera bílinn stærri, heldur þvert á móti er bíllinn aðeins minni þó að útlitið bendi til þess þveröfuga. Vel útfærð verkfræðileg hönnun hans innanborðs hefur hinsvegar gert það að verkum að hann er rýmri en forverinn og á það við um öll mál hans. Meira rými fyrir ökumann sem og aftursætisfarþega auk hins flata gólfs í afturhluta bílsins skapar góða rýmistilfinningu. Eftirtektarvert er gott fótarými afturí. Skottrými er yfrið og ætti að duga flestum til ferðalaga. Í dýrustu Executive útgáfu bílsins kemur hann með gullfallegum leðursætum og ýmislegt annað góðgæti fylgir þá með eins og rafstýrt ökumannssæti, glerþak, rafstýrður afturhleri og lyklalaust aðgengi og ræsing. Fín innrétting en of mikil notkun ódýrari gerðar plasts Geymslurými öll eru til fyrirmyndar og í miðjustokki eru gríðarlega rúmmiklar geymslur og geta hæglega látið kvenmannsveski hverfa. Ekki er skortur á glasahöldurum. Fimm tommu upplýsingaskjár gefur mælaborðinu snaggaralegan svip þó stærri skjáir prýði margan bílinn í dag. Á skjánum má stýran öllum fjáranum í bílnum og á honum birtist útsýni bakkmyndavélar ef sett er í bakkgír. Hitastýrð miðstöð er vel þegin breyting á bílnum. Mælaborðið er einfalt en skiljanlegt og allt til staðar sem þarf. Allar mögulegar tengingar eru í bílnum og ekki er ónýtt að geta stýrt lagavali gegnum iPhone. Það eina sem hægt er að setja út á innréttinguna er notkun á því er virðist ódýrari gerð plasts, sem setur hann aðeins niður í samanburði við margan annan nýjan bílinn í dag. Allt er þetta þó greinilega vel smíðað eins og við mátti búast hjá Honda. Í bílinn má fá radartengdan skriðstilli, akreinaaðstoð og árekstrarviðvörunarkerfi, en fjarlægðarkynjarar framan og aftan er staðalbúnaður. Kostar frá 6,0 til 7,9 milljónum Fá má CR-V með 2,0 lítra og 150 hestafla bensínvél eða 2,2 lítra og 155 hestafla dísilvél. Báðar eru þær þýðgengar og öflugar vélar en eyðslan með dísilvélinni er umtalsvert lægri. Á móti kemur að bensínbíllinn er talsvert ódýrari sem munar 900 þúsund krónum. Bensínbíllin má aðeins fá sjálfskiptan en dísilbílinn bæði bein- og sjálfskiptan. Ef keyptur er dísilbíll með beinskiptingu munar ekki nema 100 þúsund krónum á honum og bensínbílnum. Eyðsla beinskipts bíls er að auki einum lítra minni í blönduðum akstri, ekki nem 5,6 lítrar á hundraðið. Geri aðrir jepplingar betur. Ódýrast bíllinn er sjálfskiptur bensínbíll á 5.990.000 kr. Dýrasta útgáfa hans er sjálfskiptur dísilbíll í Executive útgáfu, á 7.890.000 kr. Akstur Honda CR-V er einkar ljúfur, fjöðrun til fyrirmyndar og bíllinn er allur stífur og góður. Ekki ber mikið á hliðarhalla er lagt er á hann, stöðugleiki á vegi veitir fína öryggistilfinningu. Það sem helst má setja út á aksturánægjuna er ný rafræn stýring sem stelur aðeins tilfinningu fyrir vegi og minnkar skemmtanagildið við aksturinn. Þegar allt er tekið saman er Honda CR-V ferlega fínn bíll sem skorar hátt á flestum sviðum. Hann hefur ávallt verið góð kaup og búast má við að hann endist gríðarlega vel eins og forverar hans. Endursöluverð er alltof gott á þessum bíl og oftar en ekki er slegist um þá, þá sjaldan að fólk vill selja þá. Hann er á fínu verði sem fyrr og ætti sem áður að seljast vel hér, enda heppilegur við íslenskar aðstæður. Kostir Frábært rými Góð tilfinning fyrir smíðagæðum Mikið útsýni úr bílnum Gallar Full einföld innrétting og notkun ódýrs plasts Rafræn stýring dregur úr tilfinningu í akstri
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent