Ný PlayStation leikjatölva kynnt til leiks í febrúar 6. febrúar 2013 13:59 Japanski tæknirisinn Sony mun opinbera nýja PlayStation leikjatölvu þann 20. febrúar næstkomandi. Líklegt þykir að leikjatölvan fari í almenna sölu seinna á þessu ári. Líklegt þykir að helsti keppinautur japanska fyrirtækisins, Microsoft, muni að sama skapi svipta hulunni af nýrri leikjatölvu á næstu vikum. Síðustu ár hafa fyrirtækin tvö háð hatramma baráttum um yfirráð á leikjatölvumarkaðinum. Enn er margt á huldu um nýju leikjatölvuna frá PlayStation. Jafnvel er talið að Sony muni rjúfa þá hefð sem ráðið hefur nafni leikjatölvunnar hingað til — PlayStation Orbis er mögulegt heiti tölvunnar, ekki PlayStation 4. PlayStation og Xbox leikjatölvurnar hafa reynst mikilvægar tekjulindir fyrir Sony og Microsoft. Engu að síður á tölvuleikjageirinn undir höggi að sækja. Sala á tölvuleikjum í desember á síðasta ári féll um heil 22 prósent og er það í takt við þróun síðustu missera.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir nýju leikjatölvuna hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Japanski tæknirisinn Sony mun opinbera nýja PlayStation leikjatölvu þann 20. febrúar næstkomandi. Líklegt þykir að leikjatölvan fari í almenna sölu seinna á þessu ári. Líklegt þykir að helsti keppinautur japanska fyrirtækisins, Microsoft, muni að sama skapi svipta hulunni af nýrri leikjatölvu á næstu vikum. Síðustu ár hafa fyrirtækin tvö háð hatramma baráttum um yfirráð á leikjatölvumarkaðinum. Enn er margt á huldu um nýju leikjatölvuna frá PlayStation. Jafnvel er talið að Sony muni rjúfa þá hefð sem ráðið hefur nafni leikjatölvunnar hingað til — PlayStation Orbis er mögulegt heiti tölvunnar, ekki PlayStation 4. PlayStation og Xbox leikjatölvurnar hafa reynst mikilvægar tekjulindir fyrir Sony og Microsoft. Engu að síður á tölvuleikjageirinn undir höggi að sækja. Sala á tölvuleikjum í desember á síðasta ári féll um heil 22 prósent og er það í takt við þróun síðustu missera.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir nýju leikjatölvuna hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira