Eru augu ökumanna á veginum? 8. febrúar 2013 14:00 Já, en bara þrjá fjórðu tímans. Könnun, þar sem ökumenn voru látnir bera sérstök gleraugu sem nema hvert ökumenn horfa, leiðir í ljós að þeir eru með augun annarsstaðar en á veginum 21,7% tímans. En hvert eru þeir þá að horfa? Allir bílarnir sem þátttakendur sátu í voru með leiðsögukerfi og 12,0% tímans fór í horfa á það, 5,2% að virða fyrir sér útsýnið, 2,4% á gangandi fólk, 0,6% á lesefni í bílnum, svo sem kort, 0,5% á auglýsingaskilti, 0,5% á hraðamælinn, 0,2% á útvarpið við stillingar á því og aðrir þættir tóku enn minni tíma. Ökumenn horfa því á veginn í 78,3% tímans sem þeir eru undir stýri og það vekur upp spurninguna, er það nóg til að gæta fyllsta öryggis? Það var Direct Line Car Insurance í Bretlandi sem gerði þessa könnun. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent
Já, en bara þrjá fjórðu tímans. Könnun, þar sem ökumenn voru látnir bera sérstök gleraugu sem nema hvert ökumenn horfa, leiðir í ljós að þeir eru með augun annarsstaðar en á veginum 21,7% tímans. En hvert eru þeir þá að horfa? Allir bílarnir sem þátttakendur sátu í voru með leiðsögukerfi og 12,0% tímans fór í horfa á það, 5,2% að virða fyrir sér útsýnið, 2,4% á gangandi fólk, 0,6% á lesefni í bílnum, svo sem kort, 0,5% á auglýsingaskilti, 0,5% á hraðamælinn, 0,2% á útvarpið við stillingar á því og aðrir þættir tóku enn minni tíma. Ökumenn horfa því á veginn í 78,3% tímans sem þeir eru undir stýri og það vekur upp spurninguna, er það nóg til að gæta fyllsta öryggis? Það var Direct Line Car Insurance í Bretlandi sem gerði þessa könnun.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent