Sparneytinn ofurbíll 9. febrúar 2013 14:30 Kemst í 300, er 3,5 sekúndur í hundraðið en eyðir 4 lítrum. Það er ekki þekktur bílasmiður sem stendur að þessum sportbíl, sem ólíkt þeim flestum teigar ekki í sig eldsneytið heldur eyðir einungis 4 lítrum á hundraðið. Það er breska fyrirtækið Bristol sem smíðar þennan tvinnbíl sem kemst í hundraðið á 3,5 sekúndum og hefur 300 kílómetra hámarkshraða, þrátt fyrir svo litla eyðslu. Afl bílsins er 362 hestöfl sem öll koma frá lithium ion rafgeymum sem hlaðnir eru af Rotary-vél. Bíllinn er fjórhjóladrifinn. Nokkuð er í fjöldaframleiðslu bílsins þar sem hann er enn í prófunum og frekari þróun. Ef allar ofannefndar tölur eru réttar og bíllinn verður ekki ofurdýr er þarna sannarlega spennandi kostur á ferð….mikilli ferð! Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent
Kemst í 300, er 3,5 sekúndur í hundraðið en eyðir 4 lítrum. Það er ekki þekktur bílasmiður sem stendur að þessum sportbíl, sem ólíkt þeim flestum teigar ekki í sig eldsneytið heldur eyðir einungis 4 lítrum á hundraðið. Það er breska fyrirtækið Bristol sem smíðar þennan tvinnbíl sem kemst í hundraðið á 3,5 sekúndum og hefur 300 kílómetra hámarkshraða, þrátt fyrir svo litla eyðslu. Afl bílsins er 362 hestöfl sem öll koma frá lithium ion rafgeymum sem hlaðnir eru af Rotary-vél. Bíllinn er fjórhjóladrifinn. Nokkuð er í fjöldaframleiðslu bílsins þar sem hann er enn í prófunum og frekari þróun. Ef allar ofannefndar tölur eru réttar og bíllinn verður ekki ofurdýr er þarna sannarlega spennandi kostur á ferð….mikilli ferð!
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent