Hreinsandi súpa: Mexíkósk chili súpa Ellý Ármanns skrifar 23. janúar 2013 13:45 Auður Ingibjörg Konráðsdóttir heilsukokkur sem heldur úti vefsíðunni Heilsukokkur.is gefur okkur dásamlega uppskrift af hollri súpu. Það besta við uppskriftir Auðar er að hún notar hvorki hveiti né sykur. Mexíkósk chili súpa 100 g svartbaunir, soðnar 100 g nýrnabaunir, soðnar 80 g maísbaunir 2 hvítlauksgeirar 1 rauðlaukur 2 msk sólblómaolía 2 tsk coriander duft 2 lífrænar límónur, safi og börkur 1 ltr vatn 200 g tómatar, saxaðir 1 1/2 msk tómatpúrra 1/8 ferskur chilipipar, meira ef þú þorir ½ dl ferskt koriander 1 tsk Himalaya salt Saxa hvítlauk og chilipipar fínt, sneiða rauðlauk, raspa börk af límónu, skera hvíta hlutann frá, skera límónur og tómata í bita. Grófsaxða koriander og leggja til hliðar. Steikja rauðlauk, hvítlauk og chilipipar í olíunni þar til meyrt. Bæta vatni, límónum, grænmeti og kryddi saman við. Sjóða í 5 mínútur og smakka til með salti. Bæta þá tómötum og fersku koriander við.Hreinsandi ChilipiparChilipipar er afar bragðsterkur og hreinsandi. Hann er náttúrulega verkjaeyðandi og slær á bólgur. Gott er að bæta ferskum chili pipar út í matinn þegar kvefpest herjar á mannskapinn.Borgar sig að byrja á litlu magniFræin innan í belgnum gefa sterka bragðið. Við getum stillt bragðstyrkinn með því að auka eða minnka magnið af fræjunum sem við höfum með eða hreinsum frá. Það borgar sig að byrja á litlu magni og smakka sig áfram. Einnig er vert að gæta að magninu þegar matreitt er fyrir börn því þau þola minni bragðstyrk en þeir sem eldri eru. Súpur Uppskriftir Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið
Auður Ingibjörg Konráðsdóttir heilsukokkur sem heldur úti vefsíðunni Heilsukokkur.is gefur okkur dásamlega uppskrift af hollri súpu. Það besta við uppskriftir Auðar er að hún notar hvorki hveiti né sykur. Mexíkósk chili súpa 100 g svartbaunir, soðnar 100 g nýrnabaunir, soðnar 80 g maísbaunir 2 hvítlauksgeirar 1 rauðlaukur 2 msk sólblómaolía 2 tsk coriander duft 2 lífrænar límónur, safi og börkur 1 ltr vatn 200 g tómatar, saxaðir 1 1/2 msk tómatpúrra 1/8 ferskur chilipipar, meira ef þú þorir ½ dl ferskt koriander 1 tsk Himalaya salt Saxa hvítlauk og chilipipar fínt, sneiða rauðlauk, raspa börk af límónu, skera hvíta hlutann frá, skera límónur og tómata í bita. Grófsaxða koriander og leggja til hliðar. Steikja rauðlauk, hvítlauk og chilipipar í olíunni þar til meyrt. Bæta vatni, límónum, grænmeti og kryddi saman við. Sjóða í 5 mínútur og smakka til með salti. Bæta þá tómötum og fersku koriander við.Hreinsandi ChilipiparChilipipar er afar bragðsterkur og hreinsandi. Hann er náttúrulega verkjaeyðandi og slær á bólgur. Gott er að bæta ferskum chili pipar út í matinn þegar kvefpest herjar á mannskapinn.Borgar sig að byrja á litlu magniFræin innan í belgnum gefa sterka bragðið. Við getum stillt bragðstyrkinn með því að auka eða minnka magnið af fræjunum sem við höfum með eða hreinsum frá. Það borgar sig að byrja á litlu magni og smakka sig áfram. Einnig er vert að gæta að magninu þegar matreitt er fyrir börn því þau þola minni bragðstyrk en þeir sem eldri eru.
Súpur Uppskriftir Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið