Toyota og BMW smíða saman rafmagnssportbíl 25. janúar 2013 15:45 Mun víðtækara samstarf en áður hefur verið kynnt. Fyrirtækin tvö hafa nú bundist fastari böndum og hyggjast vinna saman að smíði sportbíls sem knúinn verður rafmagni. Í samningi þeirra á milli kveður á um samvinnu í þróun rafhlaða fyrir rafmagnsbíla sem unnið verður að til ársins 2020, þróun næstu kynslóðar vetnisbíla, samvinnu í smíði léttra undirvagna og smíði þessa rafmagnssportbíls. Samningnum fylgir ekki krosseignarhald á milli þessara stóru bílaframleiðanda. Fyrst fréttist af þessu samstarfi BMW og Toyota í desember 2011 en nú virðist samstarfið ætla að verða nokkuð víðtækt. Toyota og BMW hafa einnig bundist með kaupum Toyota á BMW dísilvélum. Munu 1,6 og 2,0 lítra dísilvélar frá BMW sjást í bílum Toyota á næsta ári. Samstarf fyrirtækjanna tveggja tekur einnig til fyrstu rafmagnsbíla BMW sem þýski framleiðandinn ætlar að kynna til leiks síðar á þessu ári í formi i3 borgarbílsins og ári seinna með i8 tvinnbílnum. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent
Mun víðtækara samstarf en áður hefur verið kynnt. Fyrirtækin tvö hafa nú bundist fastari böndum og hyggjast vinna saman að smíði sportbíls sem knúinn verður rafmagni. Í samningi þeirra á milli kveður á um samvinnu í þróun rafhlaða fyrir rafmagnsbíla sem unnið verður að til ársins 2020, þróun næstu kynslóðar vetnisbíla, samvinnu í smíði léttra undirvagna og smíði þessa rafmagnssportbíls. Samningnum fylgir ekki krosseignarhald á milli þessara stóru bílaframleiðanda. Fyrst fréttist af þessu samstarfi BMW og Toyota í desember 2011 en nú virðist samstarfið ætla að verða nokkuð víðtækt. Toyota og BMW hafa einnig bundist með kaupum Toyota á BMW dísilvélum. Munu 1,6 og 2,0 lítra dísilvélar frá BMW sjást í bílum Toyota á næsta ári. Samstarf fyrirtækjanna tveggja tekur einnig til fyrstu rafmagnsbíla BMW sem þýski framleiðandinn ætlar að kynna til leiks síðar á þessu ári í formi i3 borgarbílsins og ári seinna með i8 tvinnbílnum.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent