Fyrsti tvinnbíll Subaru 27. janúar 2013 15:45 Verður kynntur á bílasýningunni í New York í mars. Í fyrra greindi Subaru frá því að í ár kæmi fram þeirra fyrsti tvinnbíll (Hybrid). Síðan þá hafa bílaáhugamenn velt því fyrir sér hvort Subaru myndi þróa eigin tvinnbúnað eða kaupa slíkan búnað frá öðrum, t.d. Toyota. Einnig var áleitið í hvaða bíl Subaru tvinntæknin myndi fyrst birtast, Forester, Legacy eða Outback, eða í nýjum bíl. Þriðja spurningin var svo hvort bíllinn væri ætlaður fyrir heimamarkað eða Bandaríkjamarkað. Nú eru komin svör við tveimur af þessum spurningum. Bíllinn mun verða með tvinntæknibúnað sem Subaru hefur þróað sjálft, hann mun bæði vera ætlaður fyrir heima- og Bandaríkjamarkað en svarið við því í hvaða bíl Subaru búnaðurinn fyrst birtist verður að bíða New York bílasýningarinnar 27. mars. Mögulega verður það í nýjum bíl Subaru sem byggir á Hybrid Tourer Concept bílnum sem Subaru kynnti á Tokyo bílasýningunni árið 2009 og sést á myndinni hér að ofan. Í þeim bíl var 2,0 lítra boxervél, 13 hestafla rafmagnsmótor og CVT skipting. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Verður kynntur á bílasýningunni í New York í mars. Í fyrra greindi Subaru frá því að í ár kæmi fram þeirra fyrsti tvinnbíll (Hybrid). Síðan þá hafa bílaáhugamenn velt því fyrir sér hvort Subaru myndi þróa eigin tvinnbúnað eða kaupa slíkan búnað frá öðrum, t.d. Toyota. Einnig var áleitið í hvaða bíl Subaru tvinntæknin myndi fyrst birtast, Forester, Legacy eða Outback, eða í nýjum bíl. Þriðja spurningin var svo hvort bíllinn væri ætlaður fyrir heimamarkað eða Bandaríkjamarkað. Nú eru komin svör við tveimur af þessum spurningum. Bíllinn mun verða með tvinntæknibúnað sem Subaru hefur þróað sjálft, hann mun bæði vera ætlaður fyrir heima- og Bandaríkjamarkað en svarið við því í hvaða bíl Subaru búnaðurinn fyrst birtist verður að bíða New York bílasýningarinnar 27. mars. Mögulega verður það í nýjum bíl Subaru sem byggir á Hybrid Tourer Concept bílnum sem Subaru kynnti á Tokyo bílasýningunni árið 2009 og sést á myndinni hér að ofan. Í þeim bíl var 2,0 lítra boxervél, 13 hestafla rafmagnsmótor og CVT skipting.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira