Toyota aftur stærst 28. janúar 2013 13:15 Toyota endurheimti titilinn af GM Seldu 9,75 milljón bíla, en GM 9,29 og Volkswagen 9,07. Toyota náði aftur toppsætinu af General Motors sem stærsti bílaframleiðandi heims fyrir liðið ár en GM var stærst árið 2011. Toyota hafði haldið titlinum þar á undan í þrjú ár, þ.e. frá 2008 til 2010, en í 77 ár þar á undan hafði GM verið stærsti bílaframleiðandi í heimi. Í fyrra seldi Toyota 9,75 milljón bíla, GM 9,29 og Volkswagen 9,07. Vöxtur Toyota í fyrra frá árinu á undan var mjög mikill, eða 23% en sala Daihatsu, Hino og Lexus teljast með þar sem Toyota á þau öll. Þessi mikla söluaukning skýrist að talsverðum hluta af lítilli sölu Toyota árinu áður vegna stóra jarðskjálftans í Japan sem hamlaði mjög framleiðslunni það ár. Sala Toyota í Evrópu óx aðeins um 2%, en um 27% í Bandaríkjunum. Í Japan óx salan um heil 35%, en hún minnkaði hinsvegar í Kína, ekki síst vegna milliríkjadeilu Japan og Kína um yfirráð yfir smáeyjum í A-Kínahafi. Toyota áætlar að selja 9,91 milljón bíla í ár. Japanska jenið hefur fallið um ríflega 5% sl. mánuð og gæti frekara fall gjaldmiðilsins hjálpað Toyota mjög að selja bíla utan heimalandsins í ár. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Seldu 9,75 milljón bíla, en GM 9,29 og Volkswagen 9,07. Toyota náði aftur toppsætinu af General Motors sem stærsti bílaframleiðandi heims fyrir liðið ár en GM var stærst árið 2011. Toyota hafði haldið titlinum þar á undan í þrjú ár, þ.e. frá 2008 til 2010, en í 77 ár þar á undan hafði GM verið stærsti bílaframleiðandi í heimi. Í fyrra seldi Toyota 9,75 milljón bíla, GM 9,29 og Volkswagen 9,07. Vöxtur Toyota í fyrra frá árinu á undan var mjög mikill, eða 23% en sala Daihatsu, Hino og Lexus teljast með þar sem Toyota á þau öll. Þessi mikla söluaukning skýrist að talsverðum hluta af lítilli sölu Toyota árinu áður vegna stóra jarðskjálftans í Japan sem hamlaði mjög framleiðslunni það ár. Sala Toyota í Evrópu óx aðeins um 2%, en um 27% í Bandaríkjunum. Í Japan óx salan um heil 35%, en hún minnkaði hinsvegar í Kína, ekki síst vegna milliríkjadeilu Japan og Kína um yfirráð yfir smáeyjum í A-Kínahafi. Toyota áætlar að selja 9,91 milljón bíla í ár. Japanska jenið hefur fallið um ríflega 5% sl. mánuð og gæti frekara fall gjaldmiðilsins hjálpað Toyota mjög að selja bíla utan heimalandsins í ár.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira