Benz, Ford og Nissan þróa saman vetnisbíla 29. janúar 2013 09:00 Við undirskrift samningsins Ætla að framleiða saman 100.000 bíla. Í gær var skrifað undir samstarfssamning milli þessara þriggja stóru bílaframleiðenda um þróun og framleiðslu á vetnisbílum sem koma eiga á markað árið 2017. Framleiðendurnir segja að þessi samningur marki tímamót í markmiðum þeirra að framleiða bíla sem menga ekki neitt. Í honum þeim felist skýr skilaboð til ráðamanna, bílamarkaðarins og birgja um þá stefnu sem þau hafa tekið. "Við höfum aldrei verið eins nálægt byltingarkenndri þróun vetnisbíla og nú með þessu samstarfi" sögðu stjórnendur bílaframleiðendanna. Framleiðendurnir þrír ætla að smíða a.m.k. 100.000 vetnisbíla í þessu samstarfi og allir aðilar leggja til jafnt fjármagn. Í síðustu viku kynntu Toyota og BMW samskonar samstarf um þróun vetnisbíla. Því virðist sem bílaframleiðendur séu þessa dagana að makka sig flestir saman til að dreifa hinum mikla þróunarkostnaði sem óhjákvæmilegur er. Renault á möguleika á að ganga inn í samstarf Benz, Ford og Nissan vegna tengsla sinna við Nissan og enn fleiri framleiðendur gætu bæst við því framleiðendurnir þrír vilja halda því mjög opnu. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent
Ætla að framleiða saman 100.000 bíla. Í gær var skrifað undir samstarfssamning milli þessara þriggja stóru bílaframleiðenda um þróun og framleiðslu á vetnisbílum sem koma eiga á markað árið 2017. Framleiðendurnir segja að þessi samningur marki tímamót í markmiðum þeirra að framleiða bíla sem menga ekki neitt. Í honum þeim felist skýr skilaboð til ráðamanna, bílamarkaðarins og birgja um þá stefnu sem þau hafa tekið. "Við höfum aldrei verið eins nálægt byltingarkenndri þróun vetnisbíla og nú með þessu samstarfi" sögðu stjórnendur bílaframleiðendanna. Framleiðendurnir þrír ætla að smíða a.m.k. 100.000 vetnisbíla í þessu samstarfi og allir aðilar leggja til jafnt fjármagn. Í síðustu viku kynntu Toyota og BMW samskonar samstarf um þróun vetnisbíla. Því virðist sem bílaframleiðendur séu þessa dagana að makka sig flestir saman til að dreifa hinum mikla þróunarkostnaði sem óhjákvæmilegur er. Renault á möguleika á að ganga inn í samstarf Benz, Ford og Nissan vegna tengsla sinna við Nissan og enn fleiri framleiðendur gætu bæst við því framleiðendurnir þrír vilja halda því mjög opnu.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent