Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hækkandi undanfarna daga og er tunnan af Brent olíunni nú komin í 113.5 dollara.

Í síðustu viku var verðið á henni hinsvegar tæplega 112 dollarar sem er hækkun um rúmt prósent. Bandaríska léttolían er komin í tæplega 97 dollara á tunnuna og hefur hækkað svipað og Brent olian.

Það eru einkum jákvæðar efnahagstölur frá Bandaríkjunum sem valda þessum hækkunum sem og hið eldfima ástand í norðanverðri Afríku. Þar hafa olíufélög gripið til ýmissa öryggisráðstafana til að verja olíuvinnslu sína gegn árásum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×