Mun minni áhugi á Hlíðarvatni Kristján Hjálmarsson skrifar 18. janúar 2013 10:55 Hlíðarvatn. Verulega hefur dregið úr umsóknum í vatnið. Mynd/armenn.is Ásókn í Hlíðarvatn í Selvogi hefur dregist gríðarlega saman frá því á síðasta ári eða um 38 prósent, samkvæmt tölum frá Ármönnum. "Það var viðbúið að minni ásókn yrði í vatnið góða eftir umræðu og aflabrögð síðasta árs," segir Eiríkur Indriði Bjarnason, formaður Ármanna. "Við höfum öll áhyggjur af stöðu Hlíðarvatns í augnablikinu en sú staða skýrist vonandi fljótlega þegar niðurstöður yfirstandandi rannsóknar verða ljósar." Ármenn eru með sjö veiðisvæði í boði á þessu ári en voru með tíu í fyrra. "Heildarfjöldi stangardaga sem í boði eru fækkar ekki hlutfallslega jafnmikið og svæðum," segir Eiríkur Indriði en mikill samdráttur er í umsóknum hjá félagsmönnum. "35% færri Ármenn senda inn umsókn um veiðileyfi nú en 2012." Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði
Ásókn í Hlíðarvatn í Selvogi hefur dregist gríðarlega saman frá því á síðasta ári eða um 38 prósent, samkvæmt tölum frá Ármönnum. "Það var viðbúið að minni ásókn yrði í vatnið góða eftir umræðu og aflabrögð síðasta árs," segir Eiríkur Indriði Bjarnason, formaður Ármanna. "Við höfum öll áhyggjur af stöðu Hlíðarvatns í augnablikinu en sú staða skýrist vonandi fljótlega þegar niðurstöður yfirstandandi rannsóknar verða ljósar." Ármenn eru með sjö veiðisvæði í boði á þessu ári en voru með tíu í fyrra. "Heildarfjöldi stangardaga sem í boði eru fækkar ekki hlutfallslega jafnmikið og svæðum," segir Eiríkur Indriði en mikill samdráttur er í umsóknum hjá félagsmönnum. "35% færri Ármenn senda inn umsókn um veiðileyfi nú en 2012."
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði