Níu gíra sjálfskiptingar hjá Chrysler 19. janúar 2013 13:00 Dodge Dart fær nýju 9 gíra sjálfskiptinguna Er nýlunda í ódýrari gerðum bíla. Þrjár gerðir Chrysler bíla fá 9 gíra sjálfskiptingar í ár og verða slíkar skiptingar settar í 200.000 bíla strax á þessu ári. Bílgerðirnar eru Chrysler 200, Dodge Dart og Jeep Liberty, en Dodge og Jeep merkin eru hluti af Chrysler. Verður Jeep Liberty fyrstur hann bílanna til að fá þessa nýja fjölgíra skiptingu og verður hann strax til sölu á öðrum ársfjórðungi. Svo margra gíra sjálfskipting er nýlunda í ódýrari gerðum bíla, en hún á stuðla að minnkandi eyðslu þeirra. Chrysler er í eigi Fiat og forstjóri Fiat segir að þessi sjálfskipting sé framtíðin fyrir framhjóladrifna og fjórhjóladrifna bíla fyrirtækisins. Chrysler gekk mjög vel á liðnu ári og seldi 1,65 milljón bíla og jók söluna um 21%. Það er annað en hægt er að segja um móðurfyrirtækið Fiat sem seldi færri bíla en árið á undan. Ekki kemur fram hvort til standi að þessar 9 gíra sjálfskiptingar verði einnig settar í bíla Fiat. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent
Er nýlunda í ódýrari gerðum bíla. Þrjár gerðir Chrysler bíla fá 9 gíra sjálfskiptingar í ár og verða slíkar skiptingar settar í 200.000 bíla strax á þessu ári. Bílgerðirnar eru Chrysler 200, Dodge Dart og Jeep Liberty, en Dodge og Jeep merkin eru hluti af Chrysler. Verður Jeep Liberty fyrstur hann bílanna til að fá þessa nýja fjölgíra skiptingu og verður hann strax til sölu á öðrum ársfjórðungi. Svo margra gíra sjálfskipting er nýlunda í ódýrari gerðum bíla, en hún á stuðla að minnkandi eyðslu þeirra. Chrysler er í eigi Fiat og forstjóri Fiat segir að þessi sjálfskipting sé framtíðin fyrir framhjóladrifna og fjórhjóladrifna bíla fyrirtækisins. Chrysler gekk mjög vel á liðnu ári og seldi 1,65 milljón bíla og jók söluna um 21%. Það er annað en hægt er að segja um móðurfyrirtækið Fiat sem seldi færri bíla en árið á undan. Ekki kemur fram hvort til standi að þessar 9 gíra sjálfskiptingar verði einnig settar í bíla Fiat.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent