Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá 3. janúar 2013 23:39 Veitt í Hítará. Mynd / Bjarni Gríðarleg ásókn er í fyrstu dagana í Hítará I. Þetta kemur fram í máli Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR, á Facebook-síðu félagsins. Á síðunni greinir Bjarni frá úthlutunarvinnunni sem nú er í fullum gangi en félagsmenn í Stangaveiðifélaginu höfðu frest til 28. desember til að skila umsóknum um veiðileyfi. Á þeim svæðum þar sem fleiri en einn sóttu um þarf að draga um það hvor fær veiðileyfið og fer drátturinn fram á fimmtudaginn og föstudaginn í næstu viku. „Það er gríðarleg ásókn í fyrstu dagana í Hítará I. Það er nokkuð ljóst að það verður dregið um öll hollin frá 18.júní - 4.júlí. Í sumum tilvikum eru 4 - 5 hópar að slást um sömu dagana," skrifar Bjarni. „Það er heldur minni ásókn í september og líklega munum við bjóða einhverjum hópum sem verða undir að færa sig þangað." Minna sótt um Norðurá en áður Af öðrum svæðum segir Bjarni að mikil ásókn sé í Straumana en „við áttum svo sem alveg von á því. Þar mun líka þurfa að draga í einhverjum tilvikum. Í Tungufljóti er talsvert sótt um fyrstu dagana og svo aftur í október. Þar þarf að draga, en tiltölulega lítil eftirspurn eftir septemberdögum." Að sögn Bjarna er minna sótt um í Norðurá en áður en „ það þarf þó að draga þar á 2 - 3 stöðum." Talsvert er sótt um Gufudalsá en í Fáskrúð, þar sem stundum hefur þurft að draga, verður líklega ekki dregið að þessu sinni. Bjarni segir að einni sé ágætlega sótt um Bíldsfellið í Soginu en þó ekki eins og í fyrra. „ Líklega selst það nú upp, og einhvers staðar þarf að draga," skrifar Bjarni.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Gríðarleg ásókn er í fyrstu dagana í Hítará I. Þetta kemur fram í máli Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR, á Facebook-síðu félagsins. Á síðunni greinir Bjarni frá úthlutunarvinnunni sem nú er í fullum gangi en félagsmenn í Stangaveiðifélaginu höfðu frest til 28. desember til að skila umsóknum um veiðileyfi. Á þeim svæðum þar sem fleiri en einn sóttu um þarf að draga um það hvor fær veiðileyfið og fer drátturinn fram á fimmtudaginn og föstudaginn í næstu viku. „Það er gríðarleg ásókn í fyrstu dagana í Hítará I. Það er nokkuð ljóst að það verður dregið um öll hollin frá 18.júní - 4.júlí. Í sumum tilvikum eru 4 - 5 hópar að slást um sömu dagana," skrifar Bjarni. „Það er heldur minni ásókn í september og líklega munum við bjóða einhverjum hópum sem verða undir að færa sig þangað." Minna sótt um Norðurá en áður Af öðrum svæðum segir Bjarni að mikil ásókn sé í Straumana en „við áttum svo sem alveg von á því. Þar mun líka þurfa að draga í einhverjum tilvikum. Í Tungufljóti er talsvert sótt um fyrstu dagana og svo aftur í október. Þar þarf að draga, en tiltölulega lítil eftirspurn eftir septemberdögum." Að sögn Bjarna er minna sótt um í Norðurá en áður en „ það þarf þó að draga þar á 2 - 3 stöðum." Talsvert er sótt um Gufudalsá en í Fáskrúð, þar sem stundum hefur þurft að draga, verður líklega ekki dregið að þessu sinni. Bjarni segir að einni sé ágætlega sótt um Bíldsfellið í Soginu en þó ekki eins og í fyrra. „ Líklega selst það nú upp, og einhvers staðar þarf að draga," skrifar Bjarni.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði