Hyundai/Kia spá minnsta vexti í 7 ár 7. janúar 2013 10:54 Vöxtur S-kóresku fyrirtækjanna beggja hefur verið ævintýralegur á síðustu árumForsvarsmenn Hyundai og Kia bílaframleiðendanna S-kóresku eru ekkert ýkja bjartsýnir fyrir þetta ár. Vöxtur Hyundai og systurfyrirtækisins Kia hefur verið ævintýralegur á síðustu árum, en nú spá þeir minnsta vexti í sölu fyrirtækjanna í 7 ár. Áætlanir þeirra hljóða uppá 4,1% vöxt og að þau muni selja 7,41 milljónir bíla á þessu ári. Það yrði minnst vöxtur þeirra frá árinu 2006, er salan minnkaði um 1,2%. Ein af meginástæðum lágrar vaxtaspár er of sterkur S-kóreskur gjaldmiðill sem hamlar útflutningi bíla beggja framleiðendanna. Dræm sala í Evrópu og efnahagsástand þar mun heldur ekki hjálpa til. Hlutabréf í Hyundai féllu um 1,6% á miðvikudaginn og þar fór stór hluti þess 2,6% vaxtar sem á þeim voru í fyrra. Hlutabréf í Kia féllu um 15% í fyrra og enn frekar um 0,9% í síðustu viku. Hyundai og Kia spáðu 8% aukinni sölu fyrir árið í fyrra og fóru rétt framúr sínum áætlunum og seldu 7,12 milljón bíla á árinu, en spáin hljóðaði uppá 7 milljón bíla. Því er spáin nú fyrir þetta ár helmingur af vextinum í fyrra, en fyrirtækin verða ekki skömmuð fyrir óraunhæfa spá fyrir síðast ár. Þeir markaðir sem halda muni uppi vexti fyrirtækjanna eru Kína og Bandaríkin en búist er við talsvert aukinni sölu þar á árinu. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Vöxtur S-kóresku fyrirtækjanna beggja hefur verið ævintýralegur á síðustu árumForsvarsmenn Hyundai og Kia bílaframleiðendanna S-kóresku eru ekkert ýkja bjartsýnir fyrir þetta ár. Vöxtur Hyundai og systurfyrirtækisins Kia hefur verið ævintýralegur á síðustu árum, en nú spá þeir minnsta vexti í sölu fyrirtækjanna í 7 ár. Áætlanir þeirra hljóða uppá 4,1% vöxt og að þau muni selja 7,41 milljónir bíla á þessu ári. Það yrði minnst vöxtur þeirra frá árinu 2006, er salan minnkaði um 1,2%. Ein af meginástæðum lágrar vaxtaspár er of sterkur S-kóreskur gjaldmiðill sem hamlar útflutningi bíla beggja framleiðendanna. Dræm sala í Evrópu og efnahagsástand þar mun heldur ekki hjálpa til. Hlutabréf í Hyundai féllu um 1,6% á miðvikudaginn og þar fór stór hluti þess 2,6% vaxtar sem á þeim voru í fyrra. Hlutabréf í Kia féllu um 15% í fyrra og enn frekar um 0,9% í síðustu viku. Hyundai og Kia spáðu 8% aukinni sölu fyrir árið í fyrra og fóru rétt framúr sínum áætlunum og seldu 7,12 milljón bíla á árinu, en spáin hljóðaði uppá 7 milljón bíla. Því er spáin nú fyrir þetta ár helmingur af vextinum í fyrra, en fyrirtækin verða ekki skömmuð fyrir óraunhæfa spá fyrir síðast ár. Þeir markaðir sem halda muni uppi vexti fyrirtækjanna eru Kína og Bandaríkin en búist er við talsvert aukinni sölu þar á árinu.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira