Engar léttklæddar takk! 9. janúar 2013 11:30 Minna mun sjást af berum leggjum á bílasýningunni í Brussel en í fyrra Breytt viðhorf á bílasýningum. Gestir á komandi bílasýningu í Brussel sem hefst 11. janúar verða að sætta sig við að beina augum sínum aðallega að fallegum bílum, en ekki léttklæddum fljóðum. Stjórnendur sýningarinnar hafa beint þeim tilmælum til sýnenda að starfsstúlkur á sýningarbásum þeirra séu tilhlýðilega klæddar. Ástæða þessa er sú að í fyrra bar nokkuð á lostafullri hegðun sumra gesta sýningarinnar og telja aðstandendur sýningarinnar að kenna megi að hluta um glannalegum klæðnaði stúlknanna. Að baki þessari ákvörðun sýningarhaldara liggja reyndar einnig hressileg skilaboð frá jafnréttismálaráðherra Belgíu þar sem segir að bílasýning sem þessi sé fjölskylduviðburður og það sé engan vegin viðeigandi skilaboð til barna og unglinga að þar vappi um léttklæddar konur. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent
Breytt viðhorf á bílasýningum. Gestir á komandi bílasýningu í Brussel sem hefst 11. janúar verða að sætta sig við að beina augum sínum aðallega að fallegum bílum, en ekki léttklæddum fljóðum. Stjórnendur sýningarinnar hafa beint þeim tilmælum til sýnenda að starfsstúlkur á sýningarbásum þeirra séu tilhlýðilega klæddar. Ástæða þessa er sú að í fyrra bar nokkuð á lostafullri hegðun sumra gesta sýningarinnar og telja aðstandendur sýningarinnar að kenna megi að hluta um glannalegum klæðnaði stúlknanna. Að baki þessari ákvörðun sýningarhaldara liggja reyndar einnig hressileg skilaboð frá jafnréttismálaráðherra Belgíu þar sem segir að bílasýning sem þessi sé fjölskylduviðburður og það sé engan vegin viðeigandi skilaboð til barna og unglinga að þar vappi um léttklæddar konur.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent