Vill einhver elska 49 ára gamla konu? Saga Garðarsdóttir skrifar 27. maí 2013 07:00 Það er margt sem ég óttast í lífinu. Ég óttast stöðugt að fá raflost nálægt innstungum og brauðristum, ég held mig fjarri fólki sem spyr mig til vegar, ég hef áhyggjur af því að pabbi minn komist að því að ég sprengdi dekkið á hjólinu hans, aftur, og svo óttast ég að verða miðaldra kona. Reyndar er óttinn við miðellina blandaður tilhlökkun því aldrinum fylgir held ég mikil sátt við sjálfa sig og hispursleysi gagnvart tískustraumum ýmsum og almennum kröfum um svalheit. Þannig veit ég ekkert fegurra en staðalímynd mína um hina miðaldra konu sem klædd þæfðum ullarserk dansar taktlaust um stofuna með hrosshársnælu í barminum á meðan menningartengdur útvarpsþáttur ómar í bakgrunninum, segir óviðeigandi brandara við matarborðið og gefur jakkafataklæddum stórmennum í sjónvarpinu fingurinn. Raunverulegur ótti minn er við afstöðu samfélagsins til miðaldra kvenna. Fáum virðist sýnd eins mikil vanvirðing og vantraust og þeim. Þannig hlakka ég ekkert til að vera umsvifalaust í áhættuhóp fyrir uppsagnir ef vinnustaður minn stendur í ströngu eða sífellt sett undir nýútskrifað ungt fólk sem hefur slétta húðina eina fram yfir mig. Miðaldra konur eru auk þess víðs fjarri á sjónvarpsskjáum, í kvikmyndum eða á fjölum leikhúsa og þá sjaldan sem ég sæi kynsystur mínar og jafnöldrur í leiknu efni væru það aðallega nornir, áhyggjufullar mæður eða kona sem glímir grátbólgin við alvarlegan sjúkdóm Þetta er frekar leiðinlegt því ef eitthvað enn ömurlegra gerist ekki, eins og ég kafni skyndilega á pönnupitsu, bíða mín óhjákvæmilega þau örlög að verða miðaldra. Þannig munu líkurnar á því að ég verði ráðherra snarminnka, ég verð kynferðislega ósýnileg og Egill Helgason mun aldrei spyrja mig hvað mér finnst um nokkurn skapaðan hlut. Því eins gaman og það er að vera ungur í samfélagi sem byggir á æskudýrkun má ekki gleyma því að tíminn líður. Í nýjum sáttmála strákastjórnarinnar er kveðið á um „að rækta með þjóðinni þær dyggðir sem best tryggja farsæld og jafnræði“. Innan þessa ofuralmenna orðalags hljóta að rúmast einhvers konar björgunaraðgerðir fyrir konur á miðjum aldri. Í þeim anda langar mig að biðla til ríkistjórnarinnar, sem á víst ógeðslega mikinn pening einhvers staðar, að hella sér út í öflugt forvarnarstarf gegn kvenlægum miðellifordómum. Menntamálaráðuneytið getur hrint af stað herferð sem mun auka virðingu grunnskólanema fyrir keramikkennslu og glerlist, ýta undir áhuga ungs fólks fyrir skipulögðu kórastarfi og gera textana við lög Kims Larsen að skyldulærdómi fyrir fermingarbörn. Því hvað er jú farsælla og jafnréttara en að fá að eldast óttalaus með reisn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Það er margt sem ég óttast í lífinu. Ég óttast stöðugt að fá raflost nálægt innstungum og brauðristum, ég held mig fjarri fólki sem spyr mig til vegar, ég hef áhyggjur af því að pabbi minn komist að því að ég sprengdi dekkið á hjólinu hans, aftur, og svo óttast ég að verða miðaldra kona. Reyndar er óttinn við miðellina blandaður tilhlökkun því aldrinum fylgir held ég mikil sátt við sjálfa sig og hispursleysi gagnvart tískustraumum ýmsum og almennum kröfum um svalheit. Þannig veit ég ekkert fegurra en staðalímynd mína um hina miðaldra konu sem klædd þæfðum ullarserk dansar taktlaust um stofuna með hrosshársnælu í barminum á meðan menningartengdur útvarpsþáttur ómar í bakgrunninum, segir óviðeigandi brandara við matarborðið og gefur jakkafataklæddum stórmennum í sjónvarpinu fingurinn. Raunverulegur ótti minn er við afstöðu samfélagsins til miðaldra kvenna. Fáum virðist sýnd eins mikil vanvirðing og vantraust og þeim. Þannig hlakka ég ekkert til að vera umsvifalaust í áhættuhóp fyrir uppsagnir ef vinnustaður minn stendur í ströngu eða sífellt sett undir nýútskrifað ungt fólk sem hefur slétta húðina eina fram yfir mig. Miðaldra konur eru auk þess víðs fjarri á sjónvarpsskjáum, í kvikmyndum eða á fjölum leikhúsa og þá sjaldan sem ég sæi kynsystur mínar og jafnöldrur í leiknu efni væru það aðallega nornir, áhyggjufullar mæður eða kona sem glímir grátbólgin við alvarlegan sjúkdóm Þetta er frekar leiðinlegt því ef eitthvað enn ömurlegra gerist ekki, eins og ég kafni skyndilega á pönnupitsu, bíða mín óhjákvæmilega þau örlög að verða miðaldra. Þannig munu líkurnar á því að ég verði ráðherra snarminnka, ég verð kynferðislega ósýnileg og Egill Helgason mun aldrei spyrja mig hvað mér finnst um nokkurn skapaðan hlut. Því eins gaman og það er að vera ungur í samfélagi sem byggir á æskudýrkun má ekki gleyma því að tíminn líður. Í nýjum sáttmála strákastjórnarinnar er kveðið á um „að rækta með þjóðinni þær dyggðir sem best tryggja farsæld og jafnræði“. Innan þessa ofuralmenna orðalags hljóta að rúmast einhvers konar björgunaraðgerðir fyrir konur á miðjum aldri. Í þeim anda langar mig að biðla til ríkistjórnarinnar, sem á víst ógeðslega mikinn pening einhvers staðar, að hella sér út í öflugt forvarnarstarf gegn kvenlægum miðellifordómum. Menntamálaráðuneytið getur hrint af stað herferð sem mun auka virðingu grunnskólanema fyrir keramikkennslu og glerlist, ýta undir áhuga ungs fólks fyrir skipulögðu kórastarfi og gera textana við lög Kims Larsen að skyldulærdómi fyrir fermingarbörn. Því hvað er jú farsælla og jafnréttara en að fá að eldast óttalaus með reisn?
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun