Hobbiti í Heiðmörk Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. desember 2012 08:00 Hobbitinn bryddar upp á tækninýjungum. The Hobbit: An Unexpected Journey Leikstjórn: Peter Jackson Leikarar: Martin Freeman, Ian McKellen, Richard Armitage, James Nesbitt, Ken Stott, Andy Serkis, Cate Blanchett, Ian Holm, Christopher Lee, Hugo Weaving Það verður víst ekki af Hobbitanum tekið að vera ein allra stærsta mynd ársins, allavega ef tekið er mið af væntingum til myndarinnar, miðasölu og umfangi. Gamli splatter-kóngurinn Peter Jackson gerði ljómandi góðan þríleik úr Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien fyrir tíu árum. Auðvitað var tilvalið að hann leikstýrði Hobbitanum líka, en hann er byggður á samnefndri bók Tolkien frá árinu 1937. Þessi vandaða ævintýramynd segir frá ferðalagi Bilbó Bagga um Miðgarð, 60 árum áður en atburðir Hringadróttinssögu áttu sér stað. Seiðkarlinn Gandálfur narrar hann í mikla háskaför ásamt 13 dvergum, og hyggjast þeir endurheimta heimkynni dverganna, auk ógrynnis gulls sem drekinn Smeyginn hefur eignað sér. Bilbó er klaufskur eiginhagsmunaseggur, en fljótlega verður honum það ljóst að leiðangurinn er gríðarlega mikilvægur, og á líklega eftir að verða honum hinn lærdómsríkasti. Þessi fyrsti hluti Hobbitaþríleiksins á hrós skilið fyrir ýmislegt. Martin Freeman er sérdeilis prýðilegur í hlutverki Bilbó og Ian McKellen svíkur ekki frekar en fyrri daginn í hlutverki seiðkarlsins. Brellurnar eru betri en í Hringadróttinssögu, enda hafa tíu ár liðið af tækniframförum og tölvunördarnir kunna meira í dag en í gær. Sviðsmyndin er mikilfengleg og kvikmyndatakan upp á tíu. Tónskáldið Howard Shore er í essinu sínu og stefin hans hér eru með þeim eftirminnilegustu á ferlinum. En gallar Hobbitans eru nokkrir, og sá stærsti er lengd myndarinnar. Þegar Jackson tilkynnti að hann hygðist skipta sögunni í þrennt, hugsuðu margir sem svo að nú ætti að blóðmjólka bókina og selja sem flesta bíómiða. Eftir að hafa séð myndina er eiginlega ómögulegt að efast um listræn heilindi leikstjórans, en staðreyndin er engu að síður sú að hér er lopinn teygður óþarflega. Víkjum í lokin að blessuðum rammafjöldanum, en Hobbitinn bryddar upp á þeirri nýjung að innihalda 48 ramma á sekúndu í stað hinna vanalegu 24. Hefur þetta í för með sér mikla skerpu og áhrifamáttur þrívíddarinnar margfaldast. Skiptar skoðanir eru á þessu uppátæki og á ég erfitt með að skipa mér í aðra hvora fylkinguna eftir aðeins eina kvikmynd. Sumar senur eru þrælflottar, en í öðrum verða sjónrænir vankantar augljósari og leiðangur Bilbós og dverganna verður að larpi í Heiðmörk. Þegar öllu er á botninn hvolft er þessi fyrsta Hobbitamynd þó nokkuð vel heppnuð. Niðurstaða: Skemmtilegri sögu gerð nokkuð góð skil. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
The Hobbit: An Unexpected Journey Leikstjórn: Peter Jackson Leikarar: Martin Freeman, Ian McKellen, Richard Armitage, James Nesbitt, Ken Stott, Andy Serkis, Cate Blanchett, Ian Holm, Christopher Lee, Hugo Weaving Það verður víst ekki af Hobbitanum tekið að vera ein allra stærsta mynd ársins, allavega ef tekið er mið af væntingum til myndarinnar, miðasölu og umfangi. Gamli splatter-kóngurinn Peter Jackson gerði ljómandi góðan þríleik úr Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien fyrir tíu árum. Auðvitað var tilvalið að hann leikstýrði Hobbitanum líka, en hann er byggður á samnefndri bók Tolkien frá árinu 1937. Þessi vandaða ævintýramynd segir frá ferðalagi Bilbó Bagga um Miðgarð, 60 árum áður en atburðir Hringadróttinssögu áttu sér stað. Seiðkarlinn Gandálfur narrar hann í mikla háskaför ásamt 13 dvergum, og hyggjast þeir endurheimta heimkynni dverganna, auk ógrynnis gulls sem drekinn Smeyginn hefur eignað sér. Bilbó er klaufskur eiginhagsmunaseggur, en fljótlega verður honum það ljóst að leiðangurinn er gríðarlega mikilvægur, og á líklega eftir að verða honum hinn lærdómsríkasti. Þessi fyrsti hluti Hobbitaþríleiksins á hrós skilið fyrir ýmislegt. Martin Freeman er sérdeilis prýðilegur í hlutverki Bilbó og Ian McKellen svíkur ekki frekar en fyrri daginn í hlutverki seiðkarlsins. Brellurnar eru betri en í Hringadróttinssögu, enda hafa tíu ár liðið af tækniframförum og tölvunördarnir kunna meira í dag en í gær. Sviðsmyndin er mikilfengleg og kvikmyndatakan upp á tíu. Tónskáldið Howard Shore er í essinu sínu og stefin hans hér eru með þeim eftirminnilegustu á ferlinum. En gallar Hobbitans eru nokkrir, og sá stærsti er lengd myndarinnar. Þegar Jackson tilkynnti að hann hygðist skipta sögunni í þrennt, hugsuðu margir sem svo að nú ætti að blóðmjólka bókina og selja sem flesta bíómiða. Eftir að hafa séð myndina er eiginlega ómögulegt að efast um listræn heilindi leikstjórans, en staðreyndin er engu að síður sú að hér er lopinn teygður óþarflega. Víkjum í lokin að blessuðum rammafjöldanum, en Hobbitinn bryddar upp á þeirri nýjung að innihalda 48 ramma á sekúndu í stað hinna vanalegu 24. Hefur þetta í för með sér mikla skerpu og áhrifamáttur þrívíddarinnar margfaldast. Skiptar skoðanir eru á þessu uppátæki og á ég erfitt með að skipa mér í aðra hvora fylkinguna eftir aðeins eina kvikmynd. Sumar senur eru þrælflottar, en í öðrum verða sjónrænir vankantar augljósari og leiðangur Bilbós og dverganna verður að larpi í Heiðmörk. Þegar öllu er á botninn hvolft er þessi fyrsta Hobbitamynd þó nokkuð vel heppnuð. Niðurstaða: Skemmtilegri sögu gerð nokkuð góð skil.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira