Áramótin eru vanmetin Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 28. desember 2012 08:00 Af öllum leiðinlegu klisjunum sem maður getur treyst á að heyra reglulega finnst mér „áramótin eru ofmetin"-klisjan leiðinlegust. Látum liggja á milli hluta hversu vafasamt hugarfar það er að mæta inn í dag viss um að hann verði einhvern veginn verri en vonir standa almennt til. Það býður bara upp á leiðindi. Það sem er öllu áhugaverðara er að þessi klisja er orðin svo útbreidd að áramótin eru skyndilega hætt að vera ofmetin, eins og þau voru kannski einhvern tímann, og orðin vanmetin. Rétt eins og fyrrum ofmetið hlutabréf sem hefur verið skortselt aðeins of mikið. Þegar rætt er um áramótin má nefnilega ekki láta nægja að hugsa til eins eða tveggja ofhæpaðra áramótapartía, það verður líka að velta fyrir sér hvað þetta er í raun rammgöldróttur árstími. Förum yfir þetta. Til að byrja með. Áramótin eru sérlega heppilegur tími til þess að staldra við og velta stuttlega fyrir sér eigin lífi, sigrum og ósigrum ársins og til þess að setja sér markmið. Hafi árið verið fullt af afrekum eru áramótin sennilega besti tíminn til þess að kveikja í vindli og fagna sigrunum. Hafi árið valdið vonbrigðum er hins vegar alls ekki eins og áramótin séu sorgartími. Þvert á móti gefur nýtt ár fyrirheit um breytta og bjartari tíma. Sigur Rós söng: „Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur." Ég er ósammála, það er nýtt ár. Að áramótunum loknum er kafla liðna ársins nefnilega lokað og hugurinn leiddur að nýjum áskorunum. Í öðru lagi. Á áramótunum er hefð fyrir því að fagna með fjölskyldu, eins og á jólunum, en líka með vinum. Fyrst er kvöldsins notið með fjölskyldunni, síðan bíður áramótapartí um nóttina. Það besta úr báðum heimum. Í þriðja lagi. Áramótin eru besti tíminn til þess að búa til topplista. Hverjar voru bestu plötur ársins (Channel Orange ef þú spyrð mig)? Hverjar voru bestu kvikmyndir ársins (ég er ekki viss)? Og svo framvegis. Listagerð er skemmtileg en enn skemmtilegra er að skoða lista annarra og uppgötva allar perlurnar sem fóru fram hjá manni við útgáfu. Þess vegna er maður aldrei í vandræðum með að finna góðar bækur, kvikmyndir eða plötur um áramótin. Í fjórða lagi. Það hve vel áramótin henta til uppgjörs skilar sér í því að gamlársdagur er sennilega besti sjónvarpsdagur ársins. Annálarnir eru góðir, áramótaskaupið er frábært og sjálfur hef ég reyndar lúmskt gaman af Kryddsíldinni líka. Og að lokum, á hvaða öðrum árstíma er leyfilegt að leika sér með ógeðslega mikið af sprengiefni, ég bara spyr? Gleðilegt ár 2013! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun
Af öllum leiðinlegu klisjunum sem maður getur treyst á að heyra reglulega finnst mér „áramótin eru ofmetin"-klisjan leiðinlegust. Látum liggja á milli hluta hversu vafasamt hugarfar það er að mæta inn í dag viss um að hann verði einhvern veginn verri en vonir standa almennt til. Það býður bara upp á leiðindi. Það sem er öllu áhugaverðara er að þessi klisja er orðin svo útbreidd að áramótin eru skyndilega hætt að vera ofmetin, eins og þau voru kannski einhvern tímann, og orðin vanmetin. Rétt eins og fyrrum ofmetið hlutabréf sem hefur verið skortselt aðeins of mikið. Þegar rætt er um áramótin má nefnilega ekki láta nægja að hugsa til eins eða tveggja ofhæpaðra áramótapartía, það verður líka að velta fyrir sér hvað þetta er í raun rammgöldróttur árstími. Förum yfir þetta. Til að byrja með. Áramótin eru sérlega heppilegur tími til þess að staldra við og velta stuttlega fyrir sér eigin lífi, sigrum og ósigrum ársins og til þess að setja sér markmið. Hafi árið verið fullt af afrekum eru áramótin sennilega besti tíminn til þess að kveikja í vindli og fagna sigrunum. Hafi árið valdið vonbrigðum er hins vegar alls ekki eins og áramótin séu sorgartími. Þvert á móti gefur nýtt ár fyrirheit um breytta og bjartari tíma. Sigur Rós söng: „Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur." Ég er ósammála, það er nýtt ár. Að áramótunum loknum er kafla liðna ársins nefnilega lokað og hugurinn leiddur að nýjum áskorunum. Í öðru lagi. Á áramótunum er hefð fyrir því að fagna með fjölskyldu, eins og á jólunum, en líka með vinum. Fyrst er kvöldsins notið með fjölskyldunni, síðan bíður áramótapartí um nóttina. Það besta úr báðum heimum. Í þriðja lagi. Áramótin eru besti tíminn til þess að búa til topplista. Hverjar voru bestu plötur ársins (Channel Orange ef þú spyrð mig)? Hverjar voru bestu kvikmyndir ársins (ég er ekki viss)? Og svo framvegis. Listagerð er skemmtileg en enn skemmtilegra er að skoða lista annarra og uppgötva allar perlurnar sem fóru fram hjá manni við útgáfu. Þess vegna er maður aldrei í vandræðum með að finna góðar bækur, kvikmyndir eða plötur um áramótin. Í fjórða lagi. Það hve vel áramótin henta til uppgjörs skilar sér í því að gamlársdagur er sennilega besti sjónvarpsdagur ársins. Annálarnir eru góðir, áramótaskaupið er frábært og sjálfur hef ég reyndar lúmskt gaman af Kryddsíldinni líka. Og að lokum, á hvaða öðrum árstíma er leyfilegt að leika sér með ógeðslega mikið af sprengiefni, ég bara spyr? Gleðilegt ár 2013!