Enn meira Eurovision Björn Teitsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Greta Salóme. In the Silence. Tónlist. Greta Salóme. In the Silence. Sena Greta Salóme varð skyndilega þjóðþekkt í byrjun ársins 2012 þegar hún kom tveimur lögum inn í hina íslensku forkeppni Eurovision. Annað þeirra, „Mundu eftir mér/Never Forget," fór síðan alla leið til Aserbaídsjan í lokakeppnina. In the Silence er fyrsta breiðskífa Gretu, en Eurovision-sérfræðingurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson var henni innan handar. Platan inniheldur tíu ný lög, en þar að auki fá bæði Eurovision-lög Gretu að fljóta með, lagið sem lenti í 20. sæti í Bakú í íslenskri sem enskri útgáfu. Þar fyrir utan eru allir textar á ensku en öll lög og allir textar eru eftir Gretu. Í viðtali fyrir útgáfu In the Silence, sem birtist á vef Senu, sagði Greta að hún hefði ákveðið „að fara í allt aðra átt" eftir Eurovision. Það er ekki auðséð hvað hún átti við með því, vegna þess að platan gæti þess vegna verið heil undankeppni í Eurovision! Lögin eru annað hvort ballöður (If You Wanna Go, a Thousand More Goodbyes, Coming Home Soon) eða lög í rólegri kantinum sem stækka síðan og stækka með tilheyrandi dramatískum strengjaútsetningum. Trommuleikurinn er einnig með áberandi „Euro-bíti" (backbít inn á 2 og 4), eða að minnsta kosti í þeim lögum sem fara ekki í ballöðuflokkinn. Að þessu sögðu þá liggur beint við að markhópurinn er Eurovision-aðdáendur. Fá þeir í raun allt sem þeir vilja á þessari plötu. Hér þarf sko að kreppa hnefann til að syngja með viðlögunum. Það er búið að leggja mjög mikla vinnu í verkið – Gretu segir sjálf að platan hafi verið í vinnslu allt frá því í febrúar. Hér er öllum brögðum beitt til að fá sem stærstan hljóm; raddanir, yfirupptökur, strengir og alls kyns takkafikt. En fyrir þá sem eru ekki aðdáendur Eurovision er hér á ferðinni plata sem er mun meiri umbúðir en innihald. Niðurstaða: Eurovision-aðdáendur fá tónlist fyrir allan peninginn, aðrir ekki. Gagnrýni Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Greta Salóme. In the Silence. Sena Greta Salóme varð skyndilega þjóðþekkt í byrjun ársins 2012 þegar hún kom tveimur lögum inn í hina íslensku forkeppni Eurovision. Annað þeirra, „Mundu eftir mér/Never Forget," fór síðan alla leið til Aserbaídsjan í lokakeppnina. In the Silence er fyrsta breiðskífa Gretu, en Eurovision-sérfræðingurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson var henni innan handar. Platan inniheldur tíu ný lög, en þar að auki fá bæði Eurovision-lög Gretu að fljóta með, lagið sem lenti í 20. sæti í Bakú í íslenskri sem enskri útgáfu. Þar fyrir utan eru allir textar á ensku en öll lög og allir textar eru eftir Gretu. Í viðtali fyrir útgáfu In the Silence, sem birtist á vef Senu, sagði Greta að hún hefði ákveðið „að fara í allt aðra átt" eftir Eurovision. Það er ekki auðséð hvað hún átti við með því, vegna þess að platan gæti þess vegna verið heil undankeppni í Eurovision! Lögin eru annað hvort ballöður (If You Wanna Go, a Thousand More Goodbyes, Coming Home Soon) eða lög í rólegri kantinum sem stækka síðan og stækka með tilheyrandi dramatískum strengjaútsetningum. Trommuleikurinn er einnig með áberandi „Euro-bíti" (backbít inn á 2 og 4), eða að minnsta kosti í þeim lögum sem fara ekki í ballöðuflokkinn. Að þessu sögðu þá liggur beint við að markhópurinn er Eurovision-aðdáendur. Fá þeir í raun allt sem þeir vilja á þessari plötu. Hér þarf sko að kreppa hnefann til að syngja með viðlögunum. Það er búið að leggja mjög mikla vinnu í verkið – Gretu segir sjálf að platan hafi verið í vinnslu allt frá því í febrúar. Hér er öllum brögðum beitt til að fá sem stærstan hljóm; raddanir, yfirupptökur, strengir og alls kyns takkafikt. En fyrir þá sem eru ekki aðdáendur Eurovision er hér á ferðinni plata sem er mun meiri umbúðir en innihald. Niðurstaða: Eurovision-aðdáendur fá tónlist fyrir allan peninginn, aðrir ekki.
Gagnrýni Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira