Myrkrið rís á ný Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 22. desember 2012 06:00 Hrafnsauga. Síðustu þrjú árin hafa á annan tug íslenskra skáldsagna komið út þar sem höfundar leika sér með hrollvekju- og fantasíuformið. Flestar þessara skáldsagna eru skrifaðar af rithöfundum sem enn hafa ekki skriðið á fertugsaldurinn og margar þeirra eru gefnar út af höfundum sjálfum eða minni útgáfufyrirtækjum. Ný kynslóð er nú að vaxa úr grasi, kynslóð sem hefur alist upp við lestur erlendra fantasíuskáldsagna, við spilun á fantastískum tölvuleikjum, kynslóðin sem gleypti í sig kvikmyndabálka á borð við Hringadróttinssögu og Harry Potter. Í ár bætist við bók í íslenska fantasíuheiminn eftir tvo unga rithöfunda, Hrafnsauga eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson. Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í ár en látið ekki blekkjast. 65 ára gamlir afar eiga eftir að skemmta sér jafnvel við lesturinn og 15 ára barnabörn þeirra. Hrafnsauga er sígild fantasía sem höfðar til lesenda sem kunna að meta ævintýri eins og Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens. Ef fantasíumarkaðurinn væri þróaðri hér á landi hefði hún væntanlega verið markaðssett sem bók fyrir fullorðna fremur en barnabók. Hrafnsauga segir frá Ragnari, unglingsstrák sem elst upp í litlu þorpi í ævintýraheimi. Ragnar er hinn hefðbundni kolbítur. Hann er munaðarlaus og þorpsbúar líta hann hornauga, en hann býr yfir krafti sem mögulega á eftir að bjarga heiminum. Þegar skuggaleg manngálkn ráðast á þorpið leggur Ragnar af stað í mikla ævintýraför ásamt tveimur fylginautum, Sirju og Breka. Ragnar er hefðbundin fantasíuhetja. Hann er hugrakkur og góður, dálítil dula, og geta lesendur lesið í honum hvað sem þeir vilja. Fylginautar hans eru að mörgu leyti þroskaðri sögupersónur. Sirja er barnabarn þulnameistara þorpsins, hún er staðföst, skapbráð, og býr yfir þekkingu á sögu og galdraþulum. Breki er hugrakkur og úrræðasamur, en fífldjarfur og fljótfær. Þríeykið leitar svara við þeirri ógn sem rís upp í heimi þeirra, og á för sinni lenda þau í ýmsum ævintýrum og kynnast fjölda persóna. Manngálkn og varmenni stjákla um slétturnar og óhugnanlegir skuggameistarar toga í strengina og leggja á ráðin um hvernig þeir geta tekið yfir heiminn. Nákvæmt landakort fylgir bókinni og í sögulok hefur þríeykið ferðast yfir það endilangt og stendur við jaðar þess, á landamærum dularfulls keisaraveldis. Höfundar hafa nostrað við söguheiminn, sögu hans og ríkjaskipan, og ljóst er að í bókinni kynnast lesendur aðeins lítilli spildu þessa heims. Það gerist ekki margt óvænt í Hrafnsauga, en höfundar beita hefðbundnum minnum fantasíunnar með miklu öryggi og sagan rennur ljúflega áfram. Höfundar velta ekki fyrir sér erfiðum spurningum um lífið og tilveruna en það gildir einu. Hrafnsauga er sígilt ævintýri, klassísk fantasía, stórskemmtileg og spennandi, og afskaplega vel skrifuð.Niðurstaða: Sígild fantasía sem á eftir að heilla lesendur, börn og fullorðna, sem kunna að meta Hringadróttinssögu.Höfundar bókarinnar. Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Síðustu þrjú árin hafa á annan tug íslenskra skáldsagna komið út þar sem höfundar leika sér með hrollvekju- og fantasíuformið. Flestar þessara skáldsagna eru skrifaðar af rithöfundum sem enn hafa ekki skriðið á fertugsaldurinn og margar þeirra eru gefnar út af höfundum sjálfum eða minni útgáfufyrirtækjum. Ný kynslóð er nú að vaxa úr grasi, kynslóð sem hefur alist upp við lestur erlendra fantasíuskáldsagna, við spilun á fantastískum tölvuleikjum, kynslóðin sem gleypti í sig kvikmyndabálka á borð við Hringadróttinssögu og Harry Potter. Í ár bætist við bók í íslenska fantasíuheiminn eftir tvo unga rithöfunda, Hrafnsauga eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson. Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í ár en látið ekki blekkjast. 65 ára gamlir afar eiga eftir að skemmta sér jafnvel við lesturinn og 15 ára barnabörn þeirra. Hrafnsauga er sígild fantasía sem höfðar til lesenda sem kunna að meta ævintýri eins og Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens. Ef fantasíumarkaðurinn væri þróaðri hér á landi hefði hún væntanlega verið markaðssett sem bók fyrir fullorðna fremur en barnabók. Hrafnsauga segir frá Ragnari, unglingsstrák sem elst upp í litlu þorpi í ævintýraheimi. Ragnar er hinn hefðbundni kolbítur. Hann er munaðarlaus og þorpsbúar líta hann hornauga, en hann býr yfir krafti sem mögulega á eftir að bjarga heiminum. Þegar skuggaleg manngálkn ráðast á þorpið leggur Ragnar af stað í mikla ævintýraför ásamt tveimur fylginautum, Sirju og Breka. Ragnar er hefðbundin fantasíuhetja. Hann er hugrakkur og góður, dálítil dula, og geta lesendur lesið í honum hvað sem þeir vilja. Fylginautar hans eru að mörgu leyti þroskaðri sögupersónur. Sirja er barnabarn þulnameistara þorpsins, hún er staðföst, skapbráð, og býr yfir þekkingu á sögu og galdraþulum. Breki er hugrakkur og úrræðasamur, en fífldjarfur og fljótfær. Þríeykið leitar svara við þeirri ógn sem rís upp í heimi þeirra, og á för sinni lenda þau í ýmsum ævintýrum og kynnast fjölda persóna. Manngálkn og varmenni stjákla um slétturnar og óhugnanlegir skuggameistarar toga í strengina og leggja á ráðin um hvernig þeir geta tekið yfir heiminn. Nákvæmt landakort fylgir bókinni og í sögulok hefur þríeykið ferðast yfir það endilangt og stendur við jaðar þess, á landamærum dularfulls keisaraveldis. Höfundar hafa nostrað við söguheiminn, sögu hans og ríkjaskipan, og ljóst er að í bókinni kynnast lesendur aðeins lítilli spildu þessa heims. Það gerist ekki margt óvænt í Hrafnsauga, en höfundar beita hefðbundnum minnum fantasíunnar með miklu öryggi og sagan rennur ljúflega áfram. Höfundar velta ekki fyrir sér erfiðum spurningum um lífið og tilveruna en það gildir einu. Hrafnsauga er sígilt ævintýri, klassísk fantasía, stórskemmtileg og spennandi, og afskaplega vel skrifuð.Niðurstaða: Sígild fantasía sem á eftir að heilla lesendur, börn og fullorðna, sem kunna að meta Hringadróttinssögu.Höfundar bókarinnar.
Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira