Jack White með öruggan sigur 20. desember 2012 06:00 Bestu erlendu plöturnar umslög Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um það hverjar væru bestu plötur ársins 2012. 19 manns skiluðu inn listum yfir bestu erlendu plöturnar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær 5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig koll af kolli. Ef tvær plötur fá jafn mörg stig þá fær sú plata sem er með fleiri tilnefningar hærra sæti á heildarlistanum. Það er tvennt sem einkennir valið í ár. Í fyrsta lagi eru sömu plöturnar í toppsætunum og hafa verið að raða sér efst á svipaða lista í erlendum miðlum undanfarnar vikur og í öðru lagi fá mjög margar plötur aðeins eina tilnefningu. Það kemur sennilega engum á óvart að Íslandsvinurinn og fyrrum White Stripes-forsprakkinn Jack White sigrar nokkuð örugglega með sinni fyrstu sólóplötu Blunderbuss sem fær 28 stig. Platan fékk frábæra dóma og góðar viðtökur plötukaupenda strax og hún kom út síðasta vor. Í öðru sæti er svo r&b undrabarnið Franc Ocean og platan hans Channel Orange með 20 stig. Næstar koma svo plötur Alt J, Fionu Apple og Bat for Lashes. Allt plötur sem hafa verið að fá mikið lof í tónlistarmiðlum víða um heim. Oft hafa gamlir meistarar komið mjög vel út á listum af þessu tagi. Meirihluti listamannanna í tíu efstu sætunum í ár eru samt frekar ungir. Undantekningin er Neil Young sem nær sjöunda sæti með sinni nýjustu plötu. Rómaðar plötur Bob Dylans og Bruce Springsteens sem komu út á árinu ná hins vegar ekki inn á topp tíu. Tónlist Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um það hverjar væru bestu plötur ársins 2012. 19 manns skiluðu inn listum yfir bestu erlendu plöturnar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær 5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig koll af kolli. Ef tvær plötur fá jafn mörg stig þá fær sú plata sem er með fleiri tilnefningar hærra sæti á heildarlistanum. Það er tvennt sem einkennir valið í ár. Í fyrsta lagi eru sömu plöturnar í toppsætunum og hafa verið að raða sér efst á svipaða lista í erlendum miðlum undanfarnar vikur og í öðru lagi fá mjög margar plötur aðeins eina tilnefningu. Það kemur sennilega engum á óvart að Íslandsvinurinn og fyrrum White Stripes-forsprakkinn Jack White sigrar nokkuð örugglega með sinni fyrstu sólóplötu Blunderbuss sem fær 28 stig. Platan fékk frábæra dóma og góðar viðtökur plötukaupenda strax og hún kom út síðasta vor. Í öðru sæti er svo r&b undrabarnið Franc Ocean og platan hans Channel Orange með 20 stig. Næstar koma svo plötur Alt J, Fionu Apple og Bat for Lashes. Allt plötur sem hafa verið að fá mikið lof í tónlistarmiðlum víða um heim. Oft hafa gamlir meistarar komið mjög vel út á listum af þessu tagi. Meirihluti listamannanna í tíu efstu sætunum í ár eru samt frekar ungir. Undantekningin er Neil Young sem nær sjöunda sæti með sinni nýjustu plötu. Rómaðar plötur Bob Dylans og Bruce Springsteens sem komu út á árinu ná hins vegar ekki inn á topp tíu.
Tónlist Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög