Enginn fæðist illur Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 18. desember 2012 14:30 Spádómurinn eftir Hildi Knútsdóttur. Bækur. Spádómurinn. Hildur Knútsdóttir. JPV-útgáfa. Hildur Knútsdóttir er ungur og upprennandi rithöfundur og er Spádómurinn þriðja bók hennar á aðeins tveimur árum. Í fyrra kom út skáldsagan Sláttur sem segir frá Eddu sem fengið hefur grætt í sig nýtt hjarta og Hola, lovers eða lífstíls- og megrunarbók tískubloggsins eða hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur, hæðin sjálfshjálparbók sem byggir á frægu tískubloggi Hildar. Nú í ár kemur út fyrsta barnabók hennar, Spádómurinn, sem segir frá Kolfinnu, fimmtán ára stúlku sem rekst á tunglfisk í fjörunni og lánar honum vængina sína. Þegar kornabörn fæðast í þorpi Kolfinnu eru þeim gefnir vængir. Samkvæmt spádómi sem kveðinn var upp fyrir langa löngu munu tvö tungl rísa á himni og þá munu allir þurfa að fljúga í fyrsta sinn, austur til að forðast heimsenda. En einmitt þegar Kolfinna lánar vængbrotnum tunglfiski vængina sína skína tvö tungl á himni. Þegar hún kemur heim hafa þorpsbúar yfirgefið heimili sín í flýti og aðeins hin sex ára Mýrún er eftir í þorpinu. Hefst þá mikil ævintýraför þar sem Kolfinna kynnist tunglfiskum og starálfum, dálísum og tungldrottningunum Þrá og Iðrun en sú síðastnefnda vill hneppa þorpsbúana í þrældóm. Spádómurinn er ekki einföld ævintýrasaga um baráttu góðs og ills. Það er engin algóður eða alvondur í bókinni. Þorpsbúar sem ganga á hönd Iðrun gera það ekki af græðgi eða illsku, heldur af ást, til að bjarga lífi sinna nánustu. Jafnvel Iðrun sjálf er ekki alvond. Tungldrottningin Þrá segir Kolfinnu að Iðrun fæddist ekki ill, hún var eitt sinn góð drottning. Eins og allir harðstjórar nærist hún á ótta þegna sinna, en er sjálf yfirbuguð af hræðslu. Hetjur verða ekki hetjur með því að berjast gegn herjum hins illa, heldur með því að sýna hugrekki; hugrekki til að grípa til aðgerða gegn óréttlæti eða illum gjörðum og hugrekki til að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum. Þrátt fyrir að Kolfinnu takist að koma í veg fyrir að þorpsbúar séu hnepptir í þrældóm er ekki víst að hún beri nægilegt hugrekki til að fyrirgefa það sem gerðist á ævintýraför sinni. Bókinni lýkur þegar Kolfinna flýr á vit nýrra ævintýra, til tunglríkis Þrár. En mesta ævintýrið sem bíður hennar er að læra að fyrirgefa og sættast við samfélag sitt. Niðurstaða: Skemmtilega skrifað og frumlegt ævintýri, sem tekst á við flóknar og erfiðar spurningar um hvað felst í því að vera hetja. Gagnrýni Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Bækur. Spádómurinn. Hildur Knútsdóttir. JPV-útgáfa. Hildur Knútsdóttir er ungur og upprennandi rithöfundur og er Spádómurinn þriðja bók hennar á aðeins tveimur árum. Í fyrra kom út skáldsagan Sláttur sem segir frá Eddu sem fengið hefur grætt í sig nýtt hjarta og Hola, lovers eða lífstíls- og megrunarbók tískubloggsins eða hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur, hæðin sjálfshjálparbók sem byggir á frægu tískubloggi Hildar. Nú í ár kemur út fyrsta barnabók hennar, Spádómurinn, sem segir frá Kolfinnu, fimmtán ára stúlku sem rekst á tunglfisk í fjörunni og lánar honum vængina sína. Þegar kornabörn fæðast í þorpi Kolfinnu eru þeim gefnir vængir. Samkvæmt spádómi sem kveðinn var upp fyrir langa löngu munu tvö tungl rísa á himni og þá munu allir þurfa að fljúga í fyrsta sinn, austur til að forðast heimsenda. En einmitt þegar Kolfinna lánar vængbrotnum tunglfiski vængina sína skína tvö tungl á himni. Þegar hún kemur heim hafa þorpsbúar yfirgefið heimili sín í flýti og aðeins hin sex ára Mýrún er eftir í þorpinu. Hefst þá mikil ævintýraför þar sem Kolfinna kynnist tunglfiskum og starálfum, dálísum og tungldrottningunum Þrá og Iðrun en sú síðastnefnda vill hneppa þorpsbúana í þrældóm. Spádómurinn er ekki einföld ævintýrasaga um baráttu góðs og ills. Það er engin algóður eða alvondur í bókinni. Þorpsbúar sem ganga á hönd Iðrun gera það ekki af græðgi eða illsku, heldur af ást, til að bjarga lífi sinna nánustu. Jafnvel Iðrun sjálf er ekki alvond. Tungldrottningin Þrá segir Kolfinnu að Iðrun fæddist ekki ill, hún var eitt sinn góð drottning. Eins og allir harðstjórar nærist hún á ótta þegna sinna, en er sjálf yfirbuguð af hræðslu. Hetjur verða ekki hetjur með því að berjast gegn herjum hins illa, heldur með því að sýna hugrekki; hugrekki til að grípa til aðgerða gegn óréttlæti eða illum gjörðum og hugrekki til að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum. Þrátt fyrir að Kolfinnu takist að koma í veg fyrir að þorpsbúar séu hnepptir í þrældóm er ekki víst að hún beri nægilegt hugrekki til að fyrirgefa það sem gerðist á ævintýraför sinni. Bókinni lýkur þegar Kolfinna flýr á vit nýrra ævintýra, til tunglríkis Þrár. En mesta ævintýrið sem bíður hennar er að læra að fyrirgefa og sættast við samfélag sitt. Niðurstaða: Skemmtilega skrifað og frumlegt ævintýri, sem tekst á við flóknar og erfiðar spurningar um hvað felst í því að vera hetja.
Gagnrýni Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira