Semur tónlist fyrir tvær breskar kvikmyndir 14. desember 2012 11:00 Þrátt fyrir að vera nýfluttur aftur heim á Frón eftir sex ár í Bretlandi ferðast Biggi samt mikið utan til að vinna. Hann reynir þó að koma með verkefni með sér hingað heim líka. Tónlistamaðurinn Biggi Hilmars blandar saman ólíkum hljóðfærum í sínu stæsta verkefni hingað til. „Ég hef áður gert tónlistina fyrir tvær kvikmyndir í fullri lengd en þessar eru tvímælalaust stærri,“ segir tónlistamaðurinn Biggi Hilmars. Biggi er staddur í Glasgow þessa dagana að semja tónlist við bresku kvikmyndina My Brother The Ark Raider ásamt félaga sínum Scott Twynholm. „Við Scott erum búnir að sitja við síðustu þrjá daga að leika okkur og spinna af fingrum fram. Við erum að blanda saman alls kyns ólíkum hljóðfærum og þannig að reyna að túlka þær blendnu en sterku tilfinningar sem eru í myndinni,“ segir Biggi og nefnir sem dæmi að þeir hafi dregið fram hörpu, banjó, gítar og píanó. Nýlega lauk Biggi við að semja tónlist fyrir aðra mynd, Brash Young Turks, sem er hans stærsta mynd hingað til og leikstýrt af bræðrunum Ash og Naeem Mahmood. „Ég reikna alveg með að sú mynd komi í bíóhús á Íslandi snemma á næsta ári,“ segir Biggi. Hann er nýlega fluttur aftur heim til Íslands eftir að hafa verið búsettur í Bretlandi síðustu sex ár. Hann fer þó út reglulega í alls kyns verkefni eins og þetta, auk þess sem hann reynir að taka verkefni með sér heim. „Ég var að vinna hjá Universal í London og var þar aðallega að semja fyrir auglýsingar eða stuttar kvikmyndir. Þetta er því öðruvísi en það sem ég hef verið að gera. Það er meira frelsi í þessu og ég fæ að gera þetta eftir tilfinningu. Það er ekkert of ákveðið og það er alveg frábært,“ segir Biggi. - trs Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistamaðurinn Biggi Hilmars blandar saman ólíkum hljóðfærum í sínu stæsta verkefni hingað til. „Ég hef áður gert tónlistina fyrir tvær kvikmyndir í fullri lengd en þessar eru tvímælalaust stærri,“ segir tónlistamaðurinn Biggi Hilmars. Biggi er staddur í Glasgow þessa dagana að semja tónlist við bresku kvikmyndina My Brother The Ark Raider ásamt félaga sínum Scott Twynholm. „Við Scott erum búnir að sitja við síðustu þrjá daga að leika okkur og spinna af fingrum fram. Við erum að blanda saman alls kyns ólíkum hljóðfærum og þannig að reyna að túlka þær blendnu en sterku tilfinningar sem eru í myndinni,“ segir Biggi og nefnir sem dæmi að þeir hafi dregið fram hörpu, banjó, gítar og píanó. Nýlega lauk Biggi við að semja tónlist fyrir aðra mynd, Brash Young Turks, sem er hans stærsta mynd hingað til og leikstýrt af bræðrunum Ash og Naeem Mahmood. „Ég reikna alveg með að sú mynd komi í bíóhús á Íslandi snemma á næsta ári,“ segir Biggi. Hann er nýlega fluttur aftur heim til Íslands eftir að hafa verið búsettur í Bretlandi síðustu sex ár. Hann fer þó út reglulega í alls kyns verkefni eins og þetta, auk þess sem hann reynir að taka verkefni með sér heim. „Ég var að vinna hjá Universal í London og var þar aðallega að semja fyrir auglýsingar eða stuttar kvikmyndir. Þetta er því öðruvísi en það sem ég hef verið að gera. Það er meira frelsi í þessu og ég fæ að gera þetta eftir tilfinningu. Það er ekkert of ákveðið og það er alveg frábært,“ segir Biggi. - trs
Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira