Og pestin kom Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. desember 2012 06:00 Ég skelli í mig lýsinu og gretti mig. Gleypi fjölvítamín og sýp á soðnu vatni sem ég hef látið standa með sítrónum, engifer og chili út í. Bæti svo nokkrum C-vítamín töflum við kokkteilinn og sólhatti og sting hvítlauksrifi undir tunguna. Ég er ekki lasin, ég er stálslegin. En allur er varinn góður. Allt er þegar þrennt er segir máltækið. Ég heyrði þessu fleygt í framhjáhlaupi einhvers staðar um daginn og án þess að vera hjátrúarfull, svona yfirleitt, þá fékk ég hroll niður bakið. Lófarnir urðu þvalir og svitinn spratt fram. Hvað ef þetta yrði þriðja árið í röð? Ég mátti ekki til þess hugsa. Á Þorláksmessukvöld árið 2010 helltist nefnilega yfir mig pest af verstu sort, þeirri sort sem á ekki við á jólum. Ég var ekki mönnum sinnandi og snerist öll á rönguna við ilminn úr eldhúsinu. Hafði aldrei lent í öðru eins og fannst sem beinin molnuðu innan í mér af verkjum. Ég missti af jólunum það árið. Náði áramótunum með herkjum, úrvinda, guggin og grá. Vont var það meðan á því stóð en við hlógum að þessu seinna. Grínuðumst meira að segja með þetta á Þorláksmessu í fyrra, jahérna, það yrði nú saga til næsta bæjar ef ég missti af tvennum jólum í röð. Ný jólahefð á heimilinu! Þorláksmessa leið í friði og spekt en á aðfangadag gerðust hlutirnir hratt. Pestin kom og kom með offorsi. Hún lagði mig kylliflata fyrir klukkan sex. Nákvæmlega sama pestin, versta sort. Ilmandi jólasteikin kólnaði á borðum meðan ég engdist og klingjandi jólaklukkurnar ætluðu að kljúfa á mér höfuðið. Í þetta skiptið féllu fleiri á heimilinu í kjölfarið svo allir hátíðisdagarnir fóru fyrir lítið. Aftur. Við reyndum auðvitað að hlæja að þessu þegar frá leið og nú reyni ég að sannfæra sjálfa mig um að ólíklegt sé að pestin banki á dyr þriðju jólin í röð. En mér stendur ekki á sama. Allt er þegar þrennt er segja þeir, er það ekki? Ég fer því varlega. Tek enga áhættu. Reyni að ofbjóða ekki magasýrunum með mandarínuáti og maltöli og fer ekki út úr húsi nema í föðurlandinu. Í kvöld bæti ég fennel út í kokkteilinn minn. Það er víst svo róandi fyrir magann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun
Ég skelli í mig lýsinu og gretti mig. Gleypi fjölvítamín og sýp á soðnu vatni sem ég hef látið standa með sítrónum, engifer og chili út í. Bæti svo nokkrum C-vítamín töflum við kokkteilinn og sólhatti og sting hvítlauksrifi undir tunguna. Ég er ekki lasin, ég er stálslegin. En allur er varinn góður. Allt er þegar þrennt er segir máltækið. Ég heyrði þessu fleygt í framhjáhlaupi einhvers staðar um daginn og án þess að vera hjátrúarfull, svona yfirleitt, þá fékk ég hroll niður bakið. Lófarnir urðu þvalir og svitinn spratt fram. Hvað ef þetta yrði þriðja árið í röð? Ég mátti ekki til þess hugsa. Á Þorláksmessukvöld árið 2010 helltist nefnilega yfir mig pest af verstu sort, þeirri sort sem á ekki við á jólum. Ég var ekki mönnum sinnandi og snerist öll á rönguna við ilminn úr eldhúsinu. Hafði aldrei lent í öðru eins og fannst sem beinin molnuðu innan í mér af verkjum. Ég missti af jólunum það árið. Náði áramótunum með herkjum, úrvinda, guggin og grá. Vont var það meðan á því stóð en við hlógum að þessu seinna. Grínuðumst meira að segja með þetta á Þorláksmessu í fyrra, jahérna, það yrði nú saga til næsta bæjar ef ég missti af tvennum jólum í röð. Ný jólahefð á heimilinu! Þorláksmessa leið í friði og spekt en á aðfangadag gerðust hlutirnir hratt. Pestin kom og kom með offorsi. Hún lagði mig kylliflata fyrir klukkan sex. Nákvæmlega sama pestin, versta sort. Ilmandi jólasteikin kólnaði á borðum meðan ég engdist og klingjandi jólaklukkurnar ætluðu að kljúfa á mér höfuðið. Í þetta skiptið féllu fleiri á heimilinu í kjölfarið svo allir hátíðisdagarnir fóru fyrir lítið. Aftur. Við reyndum auðvitað að hlæja að þessu þegar frá leið og nú reyni ég að sannfæra sjálfa mig um að ólíklegt sé að pestin banki á dyr þriðju jólin í röð. En mér stendur ekki á sama. Allt er þegar þrennt er segja þeir, er það ekki? Ég fer því varlega. Tek enga áhættu. Reyni að ofbjóða ekki magasýrunum með mandarínuáti og maltöli og fer ekki út úr húsi nema í föðurlandinu. Í kvöld bæti ég fennel út í kokkteilinn minn. Það er víst svo róandi fyrir magann.