Sá sem hefur drepið… Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. desember 2012 08:00 Endimörk heimsins eftir Sigurjón Magnússon. Bækur. Endimörk heimsins. Sigurjón Magnússon. Ormstunga Nóvella Sigurjóns Magnússonar, Endimörk heimsins, segir söguna af því þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi í júlí 1918. Sagan er sögð af Pétri Jermakov, einum úr aftökusveitinni, 21 ári seinna. Þá hafa ýmsir af forsprökkunum sem fyrir aftökunni stóðu iðrast gerða sinna og heimurinn sameinast um að hún hafi verið hið versta níðingsverk. Jermakov er ekki á sama máli. Í hans augum voru drápin einungis nauðsynlegur hluti byltingarinnar. Hann þykist þó hafa átt persónulegra harma að hefna hafandi setið í fangelsi keisarans, berandi þess ævarandi merki. Hatur hans á keisarahjónunum er engu minna árið 1939, þegar hann segir sögu sína háttsettum mönnum úr flokknum, og iðrun er fjarri honum. Skítverk var aftakan kannski, en níðingsverk aldrei. Hugsanlega vefst það fyrir einhverjum hvaða erindi þessi saga eigi við Íslendinga í dag en boðskapurinn er kristalskír: hugsjónir spilla ef menn verða svo trúir málstaðnum að þeir hætta að sjá mun á réttu og röngu. Boðskapur sem sannarlega á erindi inn í samfélag samtímans. Undirtitill bókarinnar er: Frásögn hugsjónamanns og svo enginn velkist nú í vafa eru einkunnarorð bókarinnar sótt í smiðju Ismails Kadare: "Þeir sem sameinast um völdin verða að gera fleira en skipta með sér ábreiðum og gullskrauti. Það gerist seinna. Fyrst og fremst verða þeir að sameinast um glæpaverkin!" Trúr þessum boðskap gerir Sigurjón persónu Jermakovs að fullkomlega blinduðum bolsévika. Frekar ógeðfelldri persónu sem þó vekur vissa aðdáun fyrir að standa með sjálfum sér og taka ábyrgð á sínum hlut í ódæðisverkinu. Samkvæmt heimildum er það sannleikanum samkvæmt og því nokkuð augljóst hví höfundur valdi hann sem málpípu en ekki til dæmis stjórnanda aðgerðarinnar, Júrovskí, sem seinna iðraðist sáran. Sigurjón er betri höfundur en svo að honum detti predikunartónn í hug, orð og gerðir Jermakovs eru látin tala og úr verður óhugnanleg frásögn af aðdraganda og útfærslu á aftöku heillar fjölskyldu, þjónustufólki hennar og lækni. Svo sterk er lýsingin á morðunum sjálfum að lesanda liggur við að kúgast, eins og höfundur lætur ýmsa þá sem þátt taka í aðgerðinni gera. Stíllinn er knappur og laus við alla útúrdúra. Hér talar persóna sem sannfærð er um eigin málstað, ekkert rúm fyrir tilfinningasemi og tittlingaskít. Þetta þrönga sjónarhorn er þó veikleiki sögunnar, ofstækismaður er ekki trúverðug málpípa og áhrifin verða ekki eins sterk og þau hefðu getað orðið ef fleiri hefðu fengið að leggja orð í belg. Það er of auðvelt að afgreiða Jermakov sem bilaðan mann og draga þannig úr áhrifamætti frásagnar hans. Niðurstaða: Vel unnin og sterk nóvella um óhugnanlegan atburð. Rörsýni aðalpersónunnar dregur þó úr áhrifamættinum. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Endimörk heimsins. Sigurjón Magnússon. Ormstunga Nóvella Sigurjóns Magnússonar, Endimörk heimsins, segir söguna af því þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi í júlí 1918. Sagan er sögð af Pétri Jermakov, einum úr aftökusveitinni, 21 ári seinna. Þá hafa ýmsir af forsprökkunum sem fyrir aftökunni stóðu iðrast gerða sinna og heimurinn sameinast um að hún hafi verið hið versta níðingsverk. Jermakov er ekki á sama máli. Í hans augum voru drápin einungis nauðsynlegur hluti byltingarinnar. Hann þykist þó hafa átt persónulegra harma að hefna hafandi setið í fangelsi keisarans, berandi þess ævarandi merki. Hatur hans á keisarahjónunum er engu minna árið 1939, þegar hann segir sögu sína háttsettum mönnum úr flokknum, og iðrun er fjarri honum. Skítverk var aftakan kannski, en níðingsverk aldrei. Hugsanlega vefst það fyrir einhverjum hvaða erindi þessi saga eigi við Íslendinga í dag en boðskapurinn er kristalskír: hugsjónir spilla ef menn verða svo trúir málstaðnum að þeir hætta að sjá mun á réttu og röngu. Boðskapur sem sannarlega á erindi inn í samfélag samtímans. Undirtitill bókarinnar er: Frásögn hugsjónamanns og svo enginn velkist nú í vafa eru einkunnarorð bókarinnar sótt í smiðju Ismails Kadare: "Þeir sem sameinast um völdin verða að gera fleira en skipta með sér ábreiðum og gullskrauti. Það gerist seinna. Fyrst og fremst verða þeir að sameinast um glæpaverkin!" Trúr þessum boðskap gerir Sigurjón persónu Jermakovs að fullkomlega blinduðum bolsévika. Frekar ógeðfelldri persónu sem þó vekur vissa aðdáun fyrir að standa með sjálfum sér og taka ábyrgð á sínum hlut í ódæðisverkinu. Samkvæmt heimildum er það sannleikanum samkvæmt og því nokkuð augljóst hví höfundur valdi hann sem málpípu en ekki til dæmis stjórnanda aðgerðarinnar, Júrovskí, sem seinna iðraðist sáran. Sigurjón er betri höfundur en svo að honum detti predikunartónn í hug, orð og gerðir Jermakovs eru látin tala og úr verður óhugnanleg frásögn af aðdraganda og útfærslu á aftöku heillar fjölskyldu, þjónustufólki hennar og lækni. Svo sterk er lýsingin á morðunum sjálfum að lesanda liggur við að kúgast, eins og höfundur lætur ýmsa þá sem þátt taka í aðgerðinni gera. Stíllinn er knappur og laus við alla útúrdúra. Hér talar persóna sem sannfærð er um eigin málstað, ekkert rúm fyrir tilfinningasemi og tittlingaskít. Þetta þrönga sjónarhorn er þó veikleiki sögunnar, ofstækismaður er ekki trúverðug málpípa og áhrifin verða ekki eins sterk og þau hefðu getað orðið ef fleiri hefðu fengið að leggja orð í belg. Það er of auðvelt að afgreiða Jermakov sem bilaðan mann og draga þannig úr áhrifamætti frásagnar hans. Niðurstaða: Vel unnin og sterk nóvella um óhugnanlegan atburð. Rörsýni aðalpersónunnar dregur þó úr áhrifamættinum.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira