Tónlistargreinum gefið lengra líf FB skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Arnar Eggert Thoroddsen stundar nám í tónlistarfræðum í Edinborg. „Ég hef verið að pæla í þessu greinasafni áður og þetta nám gaf mér ástæðu til að drífa þetta af,“ segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen. Bók hans Tónlist…er tónlist: Greinar 1999 – 2012, kemur út á laugardaginn á Degi íslenskrar tónlistar. Þar er að finna hinar ýmsu greinar um tónlist sem hann hefur skrifað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Arnar Eggert stundar meistaranám í tónlistarfræðum í Edinborg og ákvað að nýta tækifærið og taka saman skrifferil sinn á Mogganum. „Líftími greina í dagblöðum er oft stuttur. Mig langaði að taka það sem mér fannst skemmtilegt og gefa því lengra líf,“ segir hann. „Ég tók þetta saman eftir tilfinningu. Þetta eru skemmtilegar greinar sem ég man eftir og líka það sem telst tónlistarlega merkilegt, eins og greinar um Sigur Rós eða Björk. Þegar maður les þetta í gegn sér maður svolítið tónlistarsögu þessara áratuga.“ Bókin verður prentuð í tvö þúsund eintökum og er þetta þriðja bók Arnars Eggerts. Áður hefur hann gefið út Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni, ásamt Einari Bárðarsyni, og 100 bestu plötur Íslandssögunnar, ásamt Jónatani Garðarssyni. Útgáfuhóf verður haldið í Máli og menningu á laugardaginn. Höfundurinn kemst ekki á staðinn en ætlar að spjalla við gesti og gangandi í gegnum Skype. Aðspurður segir Arnar Eggert að námið í Skotlandi gangi prýðilega. „Maður er að nördast í músík allan daginn. Ég gæti ekki verið á betri stað.“ Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Bókmenntir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég hef verið að pæla í þessu greinasafni áður og þetta nám gaf mér ástæðu til að drífa þetta af,“ segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen. Bók hans Tónlist…er tónlist: Greinar 1999 – 2012, kemur út á laugardaginn á Degi íslenskrar tónlistar. Þar er að finna hinar ýmsu greinar um tónlist sem hann hefur skrifað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Arnar Eggert stundar meistaranám í tónlistarfræðum í Edinborg og ákvað að nýta tækifærið og taka saman skrifferil sinn á Mogganum. „Líftími greina í dagblöðum er oft stuttur. Mig langaði að taka það sem mér fannst skemmtilegt og gefa því lengra líf,“ segir hann. „Ég tók þetta saman eftir tilfinningu. Þetta eru skemmtilegar greinar sem ég man eftir og líka það sem telst tónlistarlega merkilegt, eins og greinar um Sigur Rós eða Björk. Þegar maður les þetta í gegn sér maður svolítið tónlistarsögu þessara áratuga.“ Bókin verður prentuð í tvö þúsund eintökum og er þetta þriðja bók Arnars Eggerts. Áður hefur hann gefið út Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni, ásamt Einari Bárðarsyni, og 100 bestu plötur Íslandssögunnar, ásamt Jónatani Garðarssyni. Útgáfuhóf verður haldið í Máli og menningu á laugardaginn. Höfundurinn kemst ekki á staðinn en ætlar að spjalla við gesti og gangandi í gegnum Skype. Aðspurður segir Arnar Eggert að námið í Skotlandi gangi prýðilega. „Maður er að nördast í músík allan daginn. Ég gæti ekki verið á betri stað.“
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Bókmenntir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira