Hvenær byrjar dagurinn? Sigurður Árni Þórðarson skrifar 26. nóvember 2012 06:00 Einu sinni sat lærimeistari með nemahóp hjá sér og spurði: „Á hvaða augnabliki endar nóttin og dagurinn byrjar?“ Einn neminn svaraði: „Það er þegar nógu bjart er til að hægt sé að greina milli hunds og kindar.“ Annar sagði: „Það er þegar nógu bjart er til að greina milli ólífutrés og fíkjutrés.“ En meistarinn sagði: „Þetta eru góð svör en þó ekki þau réttu. Svarið er: Þegar ókunnur maður kemur og við höldum að hann sé bróðir okkar og allar deilur hætta, þá er nákvæmlega stundin þegar nóttin endar og dagur byrjar.“ Þessa daga eru börn drepin – venjulegt fólk – í Sýrlandi, á Gasasvæðinu og fólk í suðurhluta Ísraels býr við flugskeytaárásir. Glæpir eru framdir og fólk er tekið af lífi án dóms og laga. Þetta eru ill verk myrkravera. Hvenær dagar? Shimon Peres, nú forseti Ísraels, kom skyndilega til Íslands árið 1993 í leyniferð um Norðurlönd. Tilgangurinn var ný friðaráætlun fyrir stríðandi þjóðir fyrir botni Miðjarðarhafs. Perez hafði áhrif á alla sem hann hittu og það var merkilegt að bera saman með honum sögu Íslendinga og Ísraela. Báðar voru flóttaþjóðir á leið til fyrirheitna landsins, báðar gerðu þá hetjulegu tilraun að byggja land með lögum. Hvað gerir fólk mennskt, skapar þjóð og elur frið? Leyniförin bar ríkulegan árangur. Óslóarsamningurinn var undirritaður skömmu síðar og Bill Clinton skrifaði upp á til tryggingar. Nokkrum árum eftir Íslandskomuna sagði Shimon Perez – á leiðtogafundi í Davos – viskusöguna um mun dags og nætur. Þetta er saga úr gyðinglegri spekihefð. Nótt lýkur og dagur hefst þegar við sjáum ókunnan mann verða að systur eða bróður og deilur hætta. Það er hægt að nota allar stundir sólarhringsins til að gera fólk að óvinum. En þá fyrst dagar þegar fólk sér hvert í öðru manneskjur en ekki hugsanlega óvini. Stríðsmenn munu alltaf finna sér tilefni til að deyða og eyða. En þá fyrst verður afturelding þegar þau sem eru öðruvísi en ég og við geta orðið að grönnum og jafnvel vinum. Speki Ísraels dæmir hernað þessara daga. Shimon Perez þarf að segja þjóð sinni söguna um dagrenningu. Abbas þarf að segja söguna einnig. Sýrlenska þjóðin þarfnast dagrenningar. Og Ísraelar ættu að gefa nágrönnum færi á að koma sem systur friðar og bræður dagsins. Mannfólk – ljóssins börn – systkin? Leyniför ljóssins – og hvenær dagar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Einu sinni sat lærimeistari með nemahóp hjá sér og spurði: „Á hvaða augnabliki endar nóttin og dagurinn byrjar?“ Einn neminn svaraði: „Það er þegar nógu bjart er til að hægt sé að greina milli hunds og kindar.“ Annar sagði: „Það er þegar nógu bjart er til að greina milli ólífutrés og fíkjutrés.“ En meistarinn sagði: „Þetta eru góð svör en þó ekki þau réttu. Svarið er: Þegar ókunnur maður kemur og við höldum að hann sé bróðir okkar og allar deilur hætta, þá er nákvæmlega stundin þegar nóttin endar og dagur byrjar.“ Þessa daga eru börn drepin – venjulegt fólk – í Sýrlandi, á Gasasvæðinu og fólk í suðurhluta Ísraels býr við flugskeytaárásir. Glæpir eru framdir og fólk er tekið af lífi án dóms og laga. Þetta eru ill verk myrkravera. Hvenær dagar? Shimon Peres, nú forseti Ísraels, kom skyndilega til Íslands árið 1993 í leyniferð um Norðurlönd. Tilgangurinn var ný friðaráætlun fyrir stríðandi þjóðir fyrir botni Miðjarðarhafs. Perez hafði áhrif á alla sem hann hittu og það var merkilegt að bera saman með honum sögu Íslendinga og Ísraela. Báðar voru flóttaþjóðir á leið til fyrirheitna landsins, báðar gerðu þá hetjulegu tilraun að byggja land með lögum. Hvað gerir fólk mennskt, skapar þjóð og elur frið? Leyniförin bar ríkulegan árangur. Óslóarsamningurinn var undirritaður skömmu síðar og Bill Clinton skrifaði upp á til tryggingar. Nokkrum árum eftir Íslandskomuna sagði Shimon Perez – á leiðtogafundi í Davos – viskusöguna um mun dags og nætur. Þetta er saga úr gyðinglegri spekihefð. Nótt lýkur og dagur hefst þegar við sjáum ókunnan mann verða að systur eða bróður og deilur hætta. Það er hægt að nota allar stundir sólarhringsins til að gera fólk að óvinum. En þá fyrst dagar þegar fólk sér hvert í öðru manneskjur en ekki hugsanlega óvini. Stríðsmenn munu alltaf finna sér tilefni til að deyða og eyða. En þá fyrst verður afturelding þegar þau sem eru öðruvísi en ég og við geta orðið að grönnum og jafnvel vinum. Speki Ísraels dæmir hernað þessara daga. Shimon Perez þarf að segja þjóð sinni söguna um dagrenningu. Abbas þarf að segja söguna einnig. Sýrlenska þjóðin þarfnast dagrenningar. Og Ísraelar ættu að gefa nágrönnum færi á að koma sem systur friðar og bræður dagsins. Mannfólk – ljóssins börn – systkin? Leyniför ljóssins – og hvenær dagar?