Þakkargjörðarkalkúnninn er kominn í IKEA Brynhildur Björnsdóttir skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Og ekki degi of snemma. Satt að segja hef ég beðið eftir því í mörg ár að þakkargjörðin næði fótfestu á Íslandi, að við tækjum upp þann frábæra sið að þakka fyrir að einhver hafi numið landið. Þetta nemur sig ekki sjálft. Feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu frá Noregi (og nokkrar írskar konur) eiga á hættu að falla í gleymsku og dá á hverri stundu og bráðnauðsynlegt að minna sig á þau einu sinni á ári með því að helga þeim dag. Þakkargjörðarhátíðin er einmitt haldin í Bandaríkjunum til að fagna landafundum og búflutningum frá austurheimi á sautjándu öld. Þakkargjörðin varð þó ekki opinber hátíðisdagur fyrr en Abraham Lincoln Bandaríkjaforseta þótti það góð hugmynd að gefa út tilskipun þess efnis og það var ekki fyrr en starfsbróðir hans nokkrum áratugum síðar, Franklin D. Roosevelt, ákvað að hátíðina skyldi halda fjórða fimmtudag í nóvembermánuði að einhver skriður og skipulag komst á þakkarveitur Bandaríkjamanna. Þar er siður að nota tækifærið téðan fimmtudag til að þakka fyrir allt sem hægt er að láta sér til hugar koma að sé þakkarvert, veðrið, afkomuna, afkomendurna, mat og drykk og annað meira og minna nauðsynlegt til viðurværis. Í þessu sem ýmsu öðru eru Bandaríkjamenn ljósárum á undan Íslendingum, sem aldrei dettur í hug að þakka fyrir sig og óska þess í mismiklu laumi að skipið hans Ingólfs Arnarsonar hefði sokkið, svo vitnað sé í þjóðskáld. Við eigum auðvelt með að kvarta og kveina, veðrið er vont á Íslandi, allt er dýrt, kalt og dimmt og erfitt að vera til. Öll eru þessi umkvörtunarefni raunveruleg, ekkert þeirra ímyndað eða uppdiktað og varla einu sinni ýkt. Sumir ganga svo langt að lýsa frati á þessa tilraun sem hefur staðið í ellefu hundruð og eitthvað ár og snúa aftur til Noregs til að taka upp þráðinn. Við hin sem eftir þraukum veltum stundum fyrir okkur af hverju. Og þrátt fyrir allt er af nógu að taka. Hér er almenn velmegun miðað við nánast allan heiminn, langlangflestir hafa í sig og á og sprengjuregn er fátítt þó stundum komi eldgos. Við höfum trúfrelsi, tjáningarfrelsi (sem við notum til óbóta á stundum), við lifum lengi, erum frekar hraust og svo er það náttúran, fjölskyldutengslin, nándin og firrðin. Við höfum fulla ástæðu til að halda þakkargjörðarhátíð. Komið með kalkúninn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Og ekki degi of snemma. Satt að segja hef ég beðið eftir því í mörg ár að þakkargjörðin næði fótfestu á Íslandi, að við tækjum upp þann frábæra sið að þakka fyrir að einhver hafi numið landið. Þetta nemur sig ekki sjálft. Feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu frá Noregi (og nokkrar írskar konur) eiga á hættu að falla í gleymsku og dá á hverri stundu og bráðnauðsynlegt að minna sig á þau einu sinni á ári með því að helga þeim dag. Þakkargjörðarhátíðin er einmitt haldin í Bandaríkjunum til að fagna landafundum og búflutningum frá austurheimi á sautjándu öld. Þakkargjörðin varð þó ekki opinber hátíðisdagur fyrr en Abraham Lincoln Bandaríkjaforseta þótti það góð hugmynd að gefa út tilskipun þess efnis og það var ekki fyrr en starfsbróðir hans nokkrum áratugum síðar, Franklin D. Roosevelt, ákvað að hátíðina skyldi halda fjórða fimmtudag í nóvembermánuði að einhver skriður og skipulag komst á þakkarveitur Bandaríkjamanna. Þar er siður að nota tækifærið téðan fimmtudag til að þakka fyrir allt sem hægt er að láta sér til hugar koma að sé þakkarvert, veðrið, afkomuna, afkomendurna, mat og drykk og annað meira og minna nauðsynlegt til viðurværis. Í þessu sem ýmsu öðru eru Bandaríkjamenn ljósárum á undan Íslendingum, sem aldrei dettur í hug að þakka fyrir sig og óska þess í mismiklu laumi að skipið hans Ingólfs Arnarsonar hefði sokkið, svo vitnað sé í þjóðskáld. Við eigum auðvelt með að kvarta og kveina, veðrið er vont á Íslandi, allt er dýrt, kalt og dimmt og erfitt að vera til. Öll eru þessi umkvörtunarefni raunveruleg, ekkert þeirra ímyndað eða uppdiktað og varla einu sinni ýkt. Sumir ganga svo langt að lýsa frati á þessa tilraun sem hefur staðið í ellefu hundruð og eitthvað ár og snúa aftur til Noregs til að taka upp þráðinn. Við hin sem eftir þraukum veltum stundum fyrir okkur af hverju. Og þrátt fyrir allt er af nógu að taka. Hér er almenn velmegun miðað við nánast allan heiminn, langlangflestir hafa í sig og á og sprengjuregn er fátítt þó stundum komi eldgos. Við höfum trúfrelsi, tjáningarfrelsi (sem við notum til óbóta á stundum), við lifum lengi, erum frekar hraust og svo er það náttúran, fjölskyldutengslin, nándin og firrðin. Við höfum fulla ástæðu til að halda þakkargjörðarhátíð. Komið með kalkúninn!
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun