Spjalla, spila og árita vínylplötur á markaði 23. nóvember 2012 09:00 Vínylmarkaður Íslenskur vínylmarkaður fer fram á Kex hostel á morgun. Baldvin Esra Einarsson segir að mörgum tónlistarmönnum þyki vænt um vínylinn. fréttablaðið/stefán Íslenskur vínylmarkaður fer fram í Kexi hosteli við Skúlagötu á morgun. Á markaðnum verður hægt að kaupa vínylplötur með íslenskri tónlist. Útgáfa vínylplata hefur stóraukist á síðustu árum og líklega hefur úrvalið aldrei verið glæsilegra en í ár. Því var ákveðið að blása til markaðar þar sem tónlistaráhugamönnum gefst kostur á að kaupa íslenska tónlist á vínyl. „Sala vínylplatna hefur aukist mjög undanfarin ár. Það er dýrara að gefa út vínylplötu en geisladisk en mörgum tónlistarmönnum þykir mjög vænt um vínylinn og vilja því líka gefa tónlist sína út á því formi. Mörgum þykir líka hljóðið úr vínyl skemmtilegra en úr geisladisk, enda er þetta ekki stafrænt og það skilar sér oft í meiri hlýleika og breidd í hljómnum," segir Baldvin Esra Einarsson, plötuútgefandi hjá Kimi Records. Plöturnar sem fást á markaðnum á morgun komu flestar út á þessu ári og eru eftir tónlistarmenn á borð við Snorra Helgason, Borko, Tilbury, Retro Stefson, Ojba Rasta, Ásgeir Trausta, Of Monsters and Men auk fjölda annarra. Tónlistarfólkið mun einnig troða upp og árita plöturnar sé þess óskað. „Snorri [Helgason] og Magnús [Trygvason Eliassen] áttu hugmyndina að þessu. Þeir vildu gera skemmtilegan dag úr þessu og hafa það huggulegt saman. Tónlistarfólkið verður á staðnum til að spila, spjalla og árita fyrir þá sem vilja," segir Baldvin. Markaðurinn hefst klukkan 13 og á sama tíma mun hljómsveitin Retro Stefson stíga á stokk.- sm Lífið Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Íslenskur vínylmarkaður fer fram í Kexi hosteli við Skúlagötu á morgun. Á markaðnum verður hægt að kaupa vínylplötur með íslenskri tónlist. Útgáfa vínylplata hefur stóraukist á síðustu árum og líklega hefur úrvalið aldrei verið glæsilegra en í ár. Því var ákveðið að blása til markaðar þar sem tónlistaráhugamönnum gefst kostur á að kaupa íslenska tónlist á vínyl. „Sala vínylplatna hefur aukist mjög undanfarin ár. Það er dýrara að gefa út vínylplötu en geisladisk en mörgum tónlistarmönnum þykir mjög vænt um vínylinn og vilja því líka gefa tónlist sína út á því formi. Mörgum þykir líka hljóðið úr vínyl skemmtilegra en úr geisladisk, enda er þetta ekki stafrænt og það skilar sér oft í meiri hlýleika og breidd í hljómnum," segir Baldvin Esra Einarsson, plötuútgefandi hjá Kimi Records. Plöturnar sem fást á markaðnum á morgun komu flestar út á þessu ári og eru eftir tónlistarmenn á borð við Snorra Helgason, Borko, Tilbury, Retro Stefson, Ojba Rasta, Ásgeir Trausta, Of Monsters and Men auk fjölda annarra. Tónlistarfólkið mun einnig troða upp og árita plöturnar sé þess óskað. „Snorri [Helgason] og Magnús [Trygvason Eliassen] áttu hugmyndina að þessu. Þeir vildu gera skemmtilegan dag úr þessu og hafa það huggulegt saman. Tónlistarfólkið verður á staðnum til að spila, spjalla og árita fyrir þá sem vilja," segir Baldvin. Markaðurinn hefst klukkan 13 og á sama tíma mun hljómsveitin Retro Stefson stíga á stokk.- sm
Lífið Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“